Lausar lóðir

Fljótsdalshérað leitast á hverjum tíma við að geta boðið fram byggingalóðir sem mæta þörfum sem flestra þeirra sem vilja byggja í sveitarfélaginu. Umhverfis og framkvæmdanefnd sér um úthlutun lóða í umboði bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Óheimilt er að hefja framkvæmdir án byggingarleyfis byggingarfulltrúa. Sem dæmi um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir er að grafa grunn, reisa hús, rífa hús, breyta burðarkerfi þess, formi, svipmóti eða notkun þess er. 

Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur síma - og viðtalstíma frá kl. 10.00 - 12.00 alla virka daga. Viðtalspantanir tekur þjónustufulltrúi á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 4 700 700. 

Hægt er að sjá lista yfir lausar lóðir hér fyrir ofan. 

Síðast uppfært 21. febrúar 2020