Ritari skipulags- og byggingarfulltrúa

Skipulags- og byggingarfulltrúi Fljótsdalshéraðs auglýsir eftirfarandi starf laust til umsóknar:

Ritari skipulags- og byggingarfulltrúa

Starfssvið:

 • Almenn skrifstofuvinna.
 • Skráning og meðhöndlun skjala.
 • Undirbúningur funda og frágangur, ritun fundargerða.
 • Sjá um upplýsingagjöf til birtingar á heimasíðu sveitarfélagsins.
 • Svara fyrirspurnum sem berast embættinu, bæði í gegnum síma og tölvupóst.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Nám á framhaldskólastigi svo sem stúdents eða iðnnám.
 • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði.
 • Reynsla af skrifstofuvinnu með áherslu á skjalavinnslu er kostur.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum og vilji til að kynna sér nýjungar og takast á við fjölbreytt verkefni.
 • Hafa gott vald á íslensku í tal- og ritmáli.
 • Hafa góða þjónustulund og samskiptahæfileika.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags og eru karlar jafnt sem konur hvattar til að sækja um starfið.

Umsóknir skulu berast skipulags- og byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs, skrifstofu Fljótsdalshéraðs að Lyngási 12,700 Egilsstöðum, fyrir 18. júlí 2019. Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi (gunnlaugur@fljotsdalsherad.is) í síma 470 0700 milli kl. 10 og 12 alla virka daga.