Lausar stöður við leik- og grunnskóla á Fljótsdalshéraði

Við leikskóla á Fljótsdalshéraði eru eftirfarandi störf laus til umsóknar frá og með næsta skólaári

 • Staða aðstoðarleikskólastjóra og 40% staða sérkennslustjóra við leikskólann Hádegishöfða. Stjórnunarþáttur aðstoðarleikskólastjóra er í samræmi við kjarasamninga FSL og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Möguleiki er á að sameina þessi störf í einni stöðu.
 • Staða deildarstjóra við leikskólann Tjarnarskóg.
 • Stöður leikskólakennara við leikskólana Tjarnarskóg og Hádegishöfða.

Gerð er krafa um að leikskólakennarar hafi leyfisbréf sem leikskólakennarar eða háskólamenntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu á sviði uppeldis og kennslu.

Allar frekar upplýsingar um:

Leikskólann Hádegishöfða og störf þar veitir Guðmunda Vala, skólastjóri, í síma 4700 670 eða á netfanginu vala@egilsstadir.is

Leikskólann Tjarnarskóg og störf þar veitir  Sigríður Herdís, skólastjóri, í síma 4700 660 eða á netfanginu sigridurp@egilsstadir.is.   

Tekið er tillit til eldri starfsumsókna sem hafa borist í vetur. Sótt er um á ofangreindum netföngum eða hér fyrir Hádegishöfða og hér fyrir Tjarnarskóg

Við Fellaskóla, Fellabæ eru eftirfarandi störf laus til umsóknar frá og með næsta skólaári

 • Íþrótta- og sundkennari 100%
 • Sérkennari 40%
 • Heimilisfræði 46%
 • Textílmennt 30%
 • Myndmennt 36%
 • Almenn bekkjarkennsla 58%

Nánari upplýsingar um Fellaskóla og störf þar veitir Þórhalla Sigmundsdóttir, skólastjóri í síma: 4700-640 eða á netfanginu thorhallas@egilsstadir.is. Upplýsingar um skólann má einnig finna á vefsíðu skólans.

Við Egilsstaðaskóla eru eftirfarandi störf laus til umsóknar frá og með næsta skólaári

 • Tónmenntakennari 80-100%
 • Smíðakennari 100%
 • Sérkennari á mið og elsta stigi.
 • Umsjónarkennsla 80-100%

Gerð er krafa um að kennarar hafi leyfisbréf sem grunnskólakennarar eða sambærilega menntun sem nýtist í starfi. Í Egilsstaðaskóla hefur kennslan undanfarin ár verið skipulögð sem teymiskennsla og því er lögð áhersla á áhuga og hæfni til að vinna í teymi.

Nánari upplýsingar um Egilsstaðaskóla og störf þar veitir Ruth Magnúsdóttir skólastjóri í síma 4700 607 eða á netfanginu ruth@egilsstadir.is. Upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðu skólans.

Um allar ofangreidar stöður gildir að launakjör eru samkvæmt viðkomandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Nauðsynlegt er að umsækjendur séu liprir í samskiptum og æskilegt að þeir hafi gott vald á íslensku. Lögð er áhersla á faglegan metnað, frumkvæði og áhugasemi. Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda hlutaðeigandi skólastjórum. Umsóknarfrestur er til 24. apríl nk.

Vakin er athygli á stefnu Fljótsdalshéraðs um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli samfélagið.