Laus störf í Fellaskóla

Fellaskóli á Fljótsdalshéraði
Fellaskóli á Fljótsdalshéraði

Við Fellaskóla, Fellabæ eru eftirfarandi störf laus til umsóknar frá og með næsta skólaári:.

  • · Íþrótta- og sundkennari 100%
  • · Sérkennari 40%
  • · Heimilisfræði 46%
  • · Textílmennt 30%
  • · Myndmennt 30%
  • · Almenn bekkjarkennsla 65%
  • · Tónmenntunarkennsla 16% (4 kennslustundir)

Nánari upplýsingar um Fellaskóla og störf þar veitir Þórhalla Sigmundsdóttir, skólastjóri í síma: 4700-640 eða á netfanginu thorhallas@egilsstadir.is. Upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðu skólans www.fell.is. Umsóknarfrestur til 27. maí 2019.