Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

82. fundur 03. október 2019 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
 • Björn Benedikt Andrésson aðalmaður
 • Einar Freyr Guðmundsson formaður
 • Elísabeth Anna Gunnarsdóttir varaformaður
 • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
 • Krista Þöll Snæbjörnsdóttir aðalmaður
 • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir aðalmaður
 • Sveinn Björnsson aðalmaður
 • Unnar Aðalsteinsson aðalmaður
 • Valþór Gauti Þórhallsson aðalmaður
 • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Kosning formanns og varaformanns Ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs 2019-2021

Málsnúmer 201909127Vakta málsnúmer

Gengið var til kosningar formanns og gáfu Einar Freyr Guðmundsson og Kristbjörg Mekkín Helgadóttir kost á sér til starfsins.

Í embætti varaformanns gáfu Elísabeth Anna Gunnarsdóttir og Valþór Gauti Þórhallsson kost á sér.

Kosið var og hlutu kosningu Einar Freyr og Elísabeth Anna.

2.Kynning á hlutverki ungmennaráðs

Málsnúmer 201610001Vakta málsnúmer

Formaður Ungmennaráðs fór yfir hlutverk ráðsins skv. samþykktum Ungmennaráðs.

3.Kynning á samþykktum ungmennaráðs

Málsnúmer 201410137Vakta málsnúmer

Starfsmaður Ungmennaráðs fór yfir samþykktir fyrir ungmennaráð Fljótsdalshéraðs.

4.Markmið og verkefni Ungmennaráðs 2019-2021

Málsnúmer 201909128Vakta málsnúmer

Ungmennaráð ræddi málefni og viðburði sem þau hafa áhuga á að vinna að og hafa áhrif á í vetur. Ráðið ræddi m.a. vinnu við starfsáætlun.

5.Tímasetning funda ungmennaráðs

Málsnúmer 201410139Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs samþykkir fastan fundartíma ráðsins fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði kl.16:30.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fjárhagsáætlun ungmennaráðs 2020

Málsnúmer 201909129Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáætlun fyrir Ungmennaráð Fljótsdalshérað fyrir árið 2020.

Ungmennaráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi áætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skólaþing sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201909124Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur varðandi Skólaþing sveitarfélaga.

Ungmennaráð felur starfsmanni að skila svörum við spurningum til viðeigandi aðila.

Guðrún Lára Einarsdóttir og Unnar Aðalsteinsson verða fulltrúar Ungmennaráðs á Skólaþingi sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Skapandi sumarstörf

Málsnúmer 201906018Vakta málsnúmer

Umræða um skapandi sumarstörf, Orðið er LAust, samstarfsverkefni Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar sumarið 2019.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur til að Fljótsdalshérað haldi áfram að bjóða upp á skapandi sumarstörf enda mikilvægt fyrir ungt fólk að hafa þennan vettvang. Eins lífgar verkefnið upp á sveitarfélagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Sameining sveitarfélaga

Málsnúmer 201405011Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar um sameiningarmál sveitarfélaga á Austurlandi.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs hvetur ungt fólk á Fljótsdalshéraði til þess að kynna sér málið, mæta á kynningarfund um sameiningu þann 7. október næstkomandi og hvetur kjörgengt ungt fólk til að mæta á kjörstað og nýta atkvæðisrétt sinn. Málið varðar framtíð ungs fólks á svæðinu og mikilvægt að rödd þess heyrist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Samstarf ungmennaráðs og félagsmiðstöðva á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201909130Vakta málsnúmer

Fyrir liggja hugmyndir að samstarfi ungmennaráðs og félagsmiðstöðva á Fljótsdalshéraði.

Ungmennaráð felur starfsmanni að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.