Umhverfis- og framkvæmdanefnd

78. fundur 11. október 2017 kl. 17:00 - 20:10 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson aðalmaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við 5 dagskráliðum.
Umsögn vegna starfsleyfis, snyrtistofa að Koltröð 13, Skráning landeigna, landskipti úr landi Beinárgerðis, Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku, Ásklifsnáma, Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku, Axarárneseyrum, Reglugerð um skráningu staðfanga, og verða þau númer 14,15,16,17 og 18.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Fjárhagsáætlun 2018 - Umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Málsnúmer 201704023Vakta málsnúmer

Lögð er fram fjárhagsáætlun fyrir 2018.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Nefndin bendir á að að gert er ráð fyrir hækkun á lið 08210 og 08220, gjaldskrár sorphreinsun og -eyðingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 102

Málsnúmer 1710003FVakta málsnúmer

Lögð er fram fundargerð nr. 102 afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

Lagt fram til kynningar.
  • 2.1 201709114 Umsókn um byggingarleyfi, snyrtihús við Snæfell

3.Umsókn um stofnun fasteigna í fasteignaskrá. Unalæk 10 a.

Málsnúmer 201709093Vakta málsnúmer

Umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá úr landi Unalæks.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ósk um leyfi fyrir fánum við gistihúsið Egilsstöðum

Málsnúmer 201709096Vakta málsnúmer

Hulda Elísabeth Daníelsdóttir, fyrir hönd Gistihússins Egilsstöðum óskar eftir að fá að setja upp fána á ljósastaura við heimreiðina.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugsemdir við áformin.

Nefndin bendir á að leita beri samþykkis eigandi ljósastauranna og landeiganda fyrir áformum þessum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Brú yfir Selfjót við Hreimsstaði

Málsnúmer 201710003Vakta málsnúmer

Tillaga um að flytja gömlu brúnna við Klaustursel og setja niður við Hreimsstaði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ósk um breyting á deiliskipulag, Ylströnd við Urriðavatn

Málsnúmer 201710005Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi frá Eflu ehf., Kömmu Gísladóttur fyrir hönd Ylstrandar ehf.

Sótt er um óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem bílastæði eru færð nær þjóðvegi og þeim fjölgað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið.
og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Staðfesting á landamerkjum milli Skipalækar, Helgafells og Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201709064Vakta málsnúmer

Lögð eru fram vinnugögn um landamerki milli Fljótsdalshéraðs, Helgafells og Skipalækjar.

Málið er í vinnslu.

8.Umsókn um byggingarlóð, Dalsel 2 - 6

Málsnúmer 201710008Vakta málsnúmer

Umsókn um lóðinna Dalsel 2- 6 frá MVA ehf.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Ósk um stækkun lóðar, Miðás 8 - 10

Málsnúmer 201710019Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi frá Eflu ehf, Hugrúnu Hjálmarsdóttir fyrir hönd Þ.S. verktaka.

Óskað er eftir leyfi fyrir stækkun á lóð Miðás 8 - 10.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar, skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna málið fyrir aðliggjandi lóðarhafa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

10.Davíðsstaðir - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201706094Vakta málsnúmer

Lögð eru fram gögn frá Árna Geirssyni hjá Alta ehf., varðandi breytingu á aðalskipulagi - Davíðsstaðir

Umhverfs- og framkvæmdnefnd samþykkir að formminjaskráning verði unnin jafnhliða gerð deiliskipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Stefna í málefnum um plastnotkun

Málsnúmer 201710020Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá NAUST um stefnu í plastnotkun.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd beinir því til fyrirtækja og íbúa að vera meðvituð um notkun plasts og skaðsemi þess gagnvart umhverfinu og leita leiða til að draga úr plastnotkun.

Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

12.Viðhald og uppsetning á ljósabúnaði í dreifbýli.

Málsnúmer 201710026Vakta málsnúmer

Erindi frá Kristínu Atladóttir ábúanda á Hólshjáleigu, varðandi uppsetningu ljósastaurs við bæinn.

Umhvefis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur forstöðumanni þjónustumiðstöðvar að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Eftirlitsskýrsla HAUST 2017/Opin leiksvæði á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201710024Vakta málsnúmer

Lögð er fram eftirlitsskýrsla HAUST vegna leiksvæða á opnum svæðum í þéttbýli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmönnum að vinna úrbótaáætlun og leggja fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsögn vegna starfsleyfis, snyrtistofa að Koltröð 13.

Málsnúmer 201710032Vakta málsnúmer

Erindi frá HAUST þar sem óskað er eftir umsögn vegna snyrtistofu að Koltröð 13.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd veitir jákvæða umsögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Skráning landeigna, Landskipti úr landi Beinárgerðis.

Málsnúmer 201710035Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi frá Óskari Benediktssyni um skráningu nýrra fasteigna úr landi Beinárgerðis.

Umhvefis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugsemd við erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa afgreiðslu þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku, Ásklifsnáma.

Málsnúmer 201710038Vakta málsnúmer

Umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni varðandi efnistöku í Ásklifsnámu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku, Axarárneseyrum.

Málsnúmer 201710036Vakta málsnúmer

Umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni varðandi efnistöku í Axarárneseyranámu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Reglugerð um skráningu staðfanga.

Málsnúmer 201709095Vakta málsnúmer

Lögð er fram reglugerð um skráningu staðfanga.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:10.