Umhverfis- og framkvæmdanefnd

67. fundur 10. apríl 2017 kl. 17:00 - 21:46 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að fjórum málum yrði bætti við, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fjárhagsáætlun 2018 - Umhverfis- og framkvæmdanefndar, Tjarnarbraut, framkvæmd 2017 og Ástand gatna í þéttbýli á Egilsstöðum, og verða þeir liðir nr. 19, 20, 21 og 22.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Kynningarfundur Landsvirkjunar

201703083

Árni Óðinsson og Sindri Óskarsson frá Landsvirkjun mæta á fund Umhverfis- og framkvæmdanefndar, til umræðu eru:<br />
- Úttekt á rekstri Fljótsdalsstöðvar skv. HSAP staðli. Mæling á sjálfbærni stöðvarinnar.<br />
- Sjálfbærniverkefnið, Ársfundur og 10 ára afmæli.<br />
- Útkomnar skýrslur.<br />
- Úrgangsmál, flokkun og skil.<br />
- Framkvæmdir 2017.<br />
- Fleira ef þurfa þykir.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.

2.Aðkoma og græn svæði á Egilsstöðum og Fellabæ

201609049

Til umræðu er erindið, Aðkoma og græn svæði á Egilsstöðum og Fellabæ.<br />
Undir þessum lið situr Anna Katrín frá teiknistofunni AKS.
Framvinda vinnu er lögð fram til kynningar.Málið verði lagt fram að nýju á næsta fundi Umhverfis- framkvæmdanefndar.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Rafbílavæðing

201702095

Erindið var áður á dagskrá 64. og 65. funda umhverfis- og framkvæmdanefndar.


Afgreiðsla nefndarinnar frá 65. fundi verði óbreytt.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um stofnun nýrrar landeignar

201703089

Lagt er fyrir erindi Þorsteins Guðmundssonar og Lindu Björk Steingrímsdóttur eigenda Ketilsstaða í Hjaltastaðaþinghá, landnr.157201, Umsókn um skráningu nýrra landeignar í fasteignaskrá.<br />
Stofnuð verði ný lóð út úr upprunalandinu Ketilsstaðir, landnr.157201, sem bera á heitið Ketilsstaðir I, stærð nýstofnaðar lóðar verði 61.780 fermetrar (um 6,2ha).


Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Heiðagæsarannsóknir á vatnasviði Kárahnjúkavirkjunar árið 2016

201704012

Lögð er skýrsla Landsvirkjunar nr. LV-23017-033, Heiðagæsarannsóknir á vatnasviði Kárahnjúkavirkjunar árið 2016 til kynningar.


Lagt fram til kynningar.

6.Breyting á deiliskipulagi Unalækjar

201702029

Lagt er fyrir erindi Þórhalls Pálssonar fyrir hönd lóðarhafa, um breytingar á deiliskipulagi fyrir Unalæk A6 og B2.<br />
Í breytingunni felst að breyta greinargerð skipulagsins í að heimila sölu gistingar á lóðum A6 og B2.<br />
Umhverfis- og framkvæmdanefnd fól Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn málsins.<br />
Erindi var sent í grenndarkynningu sbr. 43. og 44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 með dagsettu bréfi 22.2.2017.<br />
Frestur til að gera athugasemdir við framlagða tillögu var til föstudagsins 24.mars 2017.<br />
Athugasemdir bárust á kynningartíma.<br />
<br />
Lagt er fyrir nefndina: <br />
- Athugasemdir frá Lögfræðiþjónustunni Lagastoð fyrir hönd eiganda lóða að Unalæk A1, A3 og A5.<br />
- Bréf og tölvupóstur bæjarlögmans með innsendar athugasemdir að umfjöllunarefni.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Unalækjar þannig að á lóðunum A6 og B2 verði heimilt að vera með sölu á gistingu.Í meðfylgjandi skjali eru svör við innkomnum athugasemdum.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Almenningssamgöngur á Austurlandi

201606016

Lagt er fyrir erindið Almenningssamgöngur á Austurlandi, á fundi bæjarráðs nr. 381 þann 3.4.2017 samþykkti bæjarráð að vísa málinu til umsagnar til Umhverfis- og framkvæmdanefndar.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd veitir jákvæða umsögn um málið.Það er ósk nefndarinnar að fyrst um sinn verði almenningssamgöngur á vegum sveitarfélagsins ekki lagðar inn í SVAUST.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Beiðni um skiptingu lands og breytingu á landnotkun/Ketilsstaðir 1 og 2

201611003

Lagt er fyrir erindið, Ketilsstaðir - gistiþjónusta, breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagsuppdráttur dagsettur 15.1.2017, unnin af Strympu skipulagsráðgjöf.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið innsendar ábendingar, greinargerð tillögu að breyttu aðalskipulagi Ketilsstaða og deiliskipulagsuppdrátt Strympu.Nefndin óskar eftir breyttum uppdrætti deiliskipulags þar sem komið verði á móts við ábendingar Vilhjálms Emil Vilhjálmssonar.Erindið verði lagt fram að nýju þegar gögn berast.

9.Umsókn um lóð í miðbæ Egilsstaða

201703115

Lagt er fyrir erindi Péturs Einarssonar, forstöðumann fasteignadeildar Póstsins, Lóðarumsókn Íslandspóst í miðbæ Egilsstaða, dags. 21.3.2017.<br />
Fyrirtækið hefur lýst áhuga á að fá úthlutaða byggingarlóð undir starfsemi sína vegna póstþjónustu á austurlandi í þeim nýja miðbæ.<br />
Óskað er eftir lóð sem er í tengingu við miðbæjarkjarna Egilsstaða, lóð sem er að lágmarki 2.300 fermetrar og að hægt sé að byggja pósthús í tveim áföngum, þar sem fyrsti áfangi yrði um 300 fermetrar að grunnfleti.


(ÁK) Vék af fundi undir þessum lið.Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur vel í erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja viðræður við Póstinn um lóðarmál.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Kröflulína 3 - Beiðni um umsögn

201703175

Lagt er fyrir erindi frá Skipulagsstofnun, Kröflulína 3 - beiðni um umsögn.<br />
Landsnet hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um Kröflulínu 3, Skútustaðahreppi, Fljótsdalshéraði og Fljótsdalshreppi.<br />
Umsögn óskast send Skipulagsstofnun fyrir 10.apríl 2017, sótt hefur verið um frest til að skila umsögn vegna tímasetningu fundar Umhverfis- og framkvæmdanefndar.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur kynnt sér frummatsskýrslu um Kröflulínu 3 og hefur engar athugasemdir fram að færa.Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gefin verði jákvæð umsögn.Nefndin hvetur framkvæmdaaðila til að gera athugun á því hvort að vegurinn á Efri Jökuldal þoli þá þungaflutninga sem um hann þurfa að fara framkvæmdarinnar vegna. Eins er það skoðun nefndarinnar að framkvæmdin kalli á nýja brú yfir Jökulsá á Dal milli Hákonarstaða og Klaustursels.Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdin verði unnin í sátt við landeigendur, ábúendur og náttúruna, þá sérstaklega votlendis og gróðursvæða á Fljótsdalsheiði.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Miðbærinn á Egilsstöðum

201703059

Lagt er fyrir erindi Margrétar Árnadóttur f.h. Þjónustusamfélagsins á Héraði, 15 lausnir að betri bæ.<br />
Í meðfylgjandi bréfi er farið yfir fjölgun ferðamanna í tölum, miðbæinn okkar og léttar lausnir.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir að fulltrúar þjónustusamfélagsins mæti á næsta fund nefndarinnar.

12.Lagarfell 3, umsókn um byggingarleyfi

201602051

Lagt er fyrir erindi Björn Sveinssonar fyrir hönd lóðarhafa að Lagarfelli 3, þar sem óskað var eftir samþykkt byggingaráforma / breytinga á norðanverðu húsinu, 16 fermetra viðbygging að brúttó grunnfleti. Viðbyggingin norðan við er 3,2m x 5m að stærð og er 6,02m frá norðvesturhorni núverandi húss.<br />
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkti að senda erindið í grenndarkynningu sbr. 44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.<br />
Frestur til að gera athugasemdir við framlagða tillögu var til mánudagsins 3.apríl sl.


Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir því erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Styrkvegir 2017

201703048

Opið er fyrir umsóknir um styrkvegi hjá Vegagerðinni, umsóknafrestur er til 15.apríl nk.<br />
<br />
Umsókn um styrk til samgönguleiða, lögð fram til kynningar.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða umsókn.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsókn um stofnun nýrra lóða

201704001

Lagt er fyrir erindi Eflu, fyrir hönd Gunnars Jónssonar, stofnun og stækkun lóða við Flugvallaveg til vesturs.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Göngu - og hjólastígur frá Eyvindarárbrú að Seyðisfjarðarafleggjara

201704002

Lagt er fyrir erindi frá Betra Fljótsdalshérað dags. 31.3.2017.<br />
Gera göngu-/hjólastíg frá Eyvindarárbrú að Seyðisfjarðarafleggjara að minnsta kosti. Á stuttum kafla frá Randabergi liggur reiðstígur eitthvað út eftir Borgjarfjarðarvegi sem mætti tengja við göngustíginn.


Ekki var gert ráð fyrir slíkum stíg í fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs 2017, Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar því erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2018.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Snjósöfnunarsvæði við göngustíg undir Eyvindarárbrúnna

201704003

Lagt er fyrir erindi af vefnum Betra Fljótsdalshérað dags. 31.3.2017.<br />
Undanfarin ár hefur verið snjósöfnunarsvæði við göngustíg undir Eyvindarábrúnna. Yfirleitt nær haugurinn þvert yfir göngustíginn sem liggur þar í gegn. Haugurinn er svo á stígnum langt fram eftir vori þó svo að allt sé orðið autt sitt hvoru megin við og allt í kring. Tillagan er því að finna nýjan stað fyrir hauginn. T.d. á bílaplani við Selskóg.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að koma ábendingu um að snjólosunarsvæði sé ekki á göngustígnum, fram við þjónustumiðstöð.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Snjómokstursbifreið

201704014

Til umræðu eru kaup á nýrri snjómokstursbifreið fyrir Þjónustumiðstöðina.


Frestað.

18.Frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld)

201703177

Lagt er fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis, Umsögn frumvarps til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld).<br />
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld), 307.mál. Þess sé óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11.apríl nk.<br />
Ef engar athguasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur engar athugasemdir fram að færa.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 156

1703027

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr.156 lagður fram til kynningar.


Lagt fram til kynningar.

20.Fjárhagsáætlun 2018 - Umhverfis- og framkvæmdanefnd.

201704023

Rammaáætlun fjárhagsáætlunar Umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir árið 2018, lögð fram til umræðu.


Rammaáætlun fjárhagsáætlunar Umhverfis- og framkvæmdanefndar lögð fram

til kynningar.

21.Tjarnarbraut, framkvæmd 2017.

201703084

Framvinda á máli Tjarnarbraut, framkvæmd 2017, lögð fram til kynningar.


Fjögur tilboð bárust.Umhverfis- og framkvæmanefnd samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Austurverk ehf. tilboðið hljóðar upp á 17.567.562,-kr. sem er 78% af kostnaðaráætlun.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

22.Ástand gatna í þéttbýli á Egilsstöðum

201704017

Lögð er skýrsla sem unnin er af forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar og Hugrúnu Hjálmarsdóttur um ástand gatna í þéttbýli á Egilsstöðum til umræðu.
Frestað.

Fundi slitið - kl. 21:46.