Frístund 2019-2020

Málsnúmer 201909022

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 278. fundur - 10.09.2019

Óvanalega mörg börn eru í Frístund í vetur, bæði í Fellaskóla og Egilsstaðaskóla. Ruth, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kallaði eftir niðurstöðum í þeirri vinnu sem sett hefur verið af stað varðandi stefnumótun, skipulag og húsnæðismál Frístundar. Hún telur mikilvægt að horft verði á frístundastarfið á heilsársgrunni.

Fræðslunefnd tekur undir að mikilvægt sé að frístundastarfið fái þann sess og það vægi sem því ber, m.a. með því að starfsemin heyri undir íþrótta- og tómstundanefnd, og horft verði á hana á heilsársgrunni. Nefndin hvetur til að starfshópur sá sem fjallar um frístundastarfið skili niðurstöðu sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 483. fundur - 23.09.2019

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna þau sjónarmið sem fram koma í fundargerð fræðslunefndar fyrir starfshóp sem skipaður hefur verið um málefni frístundar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 484. fundur - 07.10.2019

Með vísan til óska starfshópsins samþykkir bæjarráð að lengja starfstíma hans til loka nóvember.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 490. fundur - 18.11.2019

Björn Ingimarsson sagði frá vinnu starfshópsins og þeim hugmyndum sem þar er unnið með.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.