Undirbúningur vegna ályktana á haustþingi SSA 2019

Málsnúmer 201909002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 481. fundur - 09.09.2019

Bæjarráð samþykkir að vísa því til fastanefnda sveitarfélagsins að fara yfir ályktanir SSA frá aðalfundi 2018 og koma með tillögur og ábendingar til umræðu á komandi haustþingi SSA. Bæjarráð óskar eftir því að slíkar ábendingar og tillögur liggi fyrir eigi síðar en 27. september. Bæjarráð mun í framhaldi taka þær saman og koma á framfæri við stjórn SSA.

Félagsmálanefnd - 175. fundur - 23.09.2019

Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs vekur athygli á að úthlutun og greiðslur rýma í dagdvöl eru ekki tengdar einstaklingum eins og þekkist t.d. innan fötlunargeirans, heldur miðast greiðslur við fjölda samþykktra rýma og fulla nýtingu þeirra. Þetta gerir það að verkum að sveitarfélögum er ekki fært annað en að hafa fleiri þjónustuþega en rými segja til um, til þess að fullnýta rými sem greitt er fyrir af hálfu Sjúkratrygginga Íslands. Þetta fyrirkomulag er til þess fallið að ýta kostnaði og margræddum gráum svæðum, yfir á sveitarfélögin, án lögmætra greiðslna frá ríkinu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 92. fundur - 23.09.2019

Á fundi bæjarráðs, 9. september 2019, var samþykkt að vísa því til fastanefnda sveitarfélagsins að fara yfir ályktanir SSA frá aðalfundi 2018 og koma með tillögur og ábendingar til umræðu á komandi haustþingi SSA. Bæjarráð óskar eftir því að slíkar ábendingar og tillögur liggi fyrir eigi síðar en 27. september. Bæjarráð mun í framhaldi taka þær saman og koma á framfæri við stjórn SSA.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að koma þeim tillögum sem unnar voru á fundinum til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 279. fundur - 24.09.2019

Fræðslunefnd leggur fram eftirfarandi tillögur um ályktanir fyrir aðalfund SSA 22019:

Stoðþjónusta leik- og grunnskóla
Aðalfundur SSA haldinn á Borgarfirði 11. og 12. október 2019 ítrekar
mikilvægi þess að stoðþjónusta leik- og grunnskóla á svæðinu verði efld til að mæta vaxandi þörf fyrir fjölþættan stuðning. Fundurinn beinir því til stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands að leita leiða, í samráði við fulltrúa
fræðslu- og félagsþjónustusviða sveitarfélaganna og HSA, til að fjölga úrræðum sem
skólastofnunum, nemendum og forráðamönnum standa til boða.


Móttaka og kennsla tvítyngdra nemenda
Aðalfundur SSA haldinn á Borgarfirði felur stjórn að kanna hvort sveitarfélög á starfssvæði þess geti unnið saman að mótun áætlunar fyrir móttöku og kennslu tvítyngdra nemenda þar sem horft er til góðra viðmiða og þekktra aðferða annars staðar frá, svo sem m.a. þeim tækifærum sem geta falist í fjarkennslu. Stór hluti nýbúa í sveitarfélögum á Austurlandi er af erlendum uppruna og því er mikilvægt að tryggja að þeim farnist sem best. SSA tekur að sér að kalla saman starfshóp skipaðan fulltrúum sveitarfélaganna. Hópurinn skili tillögum til sveitarfélaganna fyrir 1. mars nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 119. fundur - 25.09.2019

Bæjarráð samþykkir að vísa því til fastanefnda sveitarfélagsins að fara yfir ályktanir SSA frá aðalfundi 2018 og koma með tillögur og ábendingar til umræðu á komandi haustþingi SSA. Bæjarráð óskar eftir því að slíkar ábendingar og tillögur liggi fyrir eigi síðar en 27. september. Bæjarráð mun í framhaldi taka þær saman og koma á framfæri við stjórn SSA.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að koma þeim tillögum sem unnar voru á fundinum til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 484. fundur - 07.10.2019

Tillögum nefnda sveitarfélagsins vísað til SSA til umfjöllunar á haustþingi.