Tillaga um Atvinnulífssýningu 2020 í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum

Málsnúmer 201908158

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 90. fundur - 26.08.2019

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 22. ágúst 2019 frá Benedikt Warén með tillögu um að haldin verði atvinnulífssýning árið 2020 í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.

Málinu frestað til næsta nefndar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 91. fundur - 09.09.2019

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 22. ágúst 2019 frá Benedikt Warén með tillögu um að haldin verði atvinnulífssýning árið 2020 í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.

Málið var á dagskrá síðasta fundar nefndarinnar en var þá frestað.

Á fundinum kynnti Benedikt Warén viðræður sínar við Ungt Austurland um fyrirhugaða atvinnulífssýningu UA á næsta ári.

Atvinnu- og menningarnefnd er áhugasöm um verkefnið og mun fylgjast með framvindu þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.