Samingur við landeigendur um strenglagningu í landi Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201906143

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 115. fundur - 26.06.2019

Samningur og yfirlýsing um afnotarétt af landi Fljótsdalshéraðs vegna strenglagningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að Bæjarráð/-stjórn hafi eftirfarndi þætti í huga við gerð samnings við Landsnet:
Að uppbygging hafi ekki áhrif á áform um notkun á svæði til útivistar í Miðhúsaskógi og nærsvæði, að ekki verði aukið við varanleg ummerki á svæðinu, svo sem línuvegi og öðru því raski sem fylgir uppbyggingu línunar.

Erindi vísað til Bæjarráðs/-stjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.