Fjölgun rýma í dagdvöl

Málsnúmer 201901173

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 170. fundur - 28.01.2019

Dagvistun aldraðra á Fljótsdalshéraði hefur yfir að ráða 3 sértækum rýmum sem 5 einstaklingar nýta eins og er og 1 er á biðlista, auk 5 almennra rýma sem 8 einstaklingar nýta. Síðast fékkst aukning á rýmum árið 2014. Þar sem starfsfólk félagsþjónustu verður vart við aukinn þunga í þjónustu við aldraða, bæði félagslega heimaþjónustu, akstursþjónustu, heimsendan mat og aukna ásókn í dagvistarrými telur nefndin fulla ástæðu til þess að sækja um fjölgun rýma í dagþjónustu. Með hliðsjón af aldursdreifingu í samfélaginu og fjölgun aldraðra og áherslum ríkisins á að aldraðir búi sem lengst heima með stuðningsþjónustu, biðlista eftir því að komast í hjúkrunarrými og niðurlagningu dvalarheimila er nauðsynlegt að fjölga rýmum í dagdvöl. Nefndin vill benda á að úthlutun rýma er ekki bundin við einstaklinga eins og þekkist innan fötlunargreirans, heldur falla niður greiðslur með einstaklingi ef hann ekki nýtir rýmið á tilteknum tíma s.s. vegna hvíldarinnlagnar. Slíkt fyrirkomulag gerir rekstraráætlanir erfiðar og kallar á það að fjöldi notenda sé meiri en fjöldi úthlutaðra rýma. Þetta er kostnaður sem fellur á sveitarfélögin og ríkið ætti að mæta með skilvirkari hætti.
Nefndin felur félagsmálastjóra í samvinnu við forstöðumann Hlymsdala að gera drög að umsókn um fjölgun rýma í dagvistun aldraðra og leggja fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða.

Félagsmálanefnd - 175. fundur - 23.09.2019

Félagsmálastjóri fór yfir umsókn til Heilbrigðisráðuneytisins um fjölgun rýma í Dagdvöl aldraðra.

Lagt fram til kynningar.

Félagsmálanefnd - 181. fundur - 24.02.2020

Borist hefur tölvupóstur frá Heilbrigðisráðuneyti varðandi umsókn Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs frá september á síðasta ári, um fjölgun rýma í dagdvöl aldraðra. Í tölvupóstinum kemur fram að óski félagsþjónusta enn eftir fjölgun rýma beri henni að beina erindi sínu til Sjúkratrygginga Íslands sem tekið hafa við málefnum dagdvalarrýma fyrir aldraða. Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra að fylgja umsókninni eftir hjá SÍ.