Viðbygging við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum

Málsnúmer 201811081

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 47. fundur - 21.11.2018

Á fundinn undir þessum lið mætti Davíð Þór Sigurðarson, formaður Íþróttafélagsins Hattar, og kynnti fyrir íþrótta- og tómstundanefnd viðbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum og ferlið í kringum verkefnið.

Nefndin óskar Íþróttafélaginu Hetti og samfélaginu öllu til hamingju með þessi tímamót íþróttastarfs í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 73. fundur - 22.11.2018

Ungmennaráð fagnar því að stórt skref hafi verið tekið í uppbyggingu íþróttastarfs í sveitarfélaginu og óskar Íþróttafélaginu Hetti og íbúum Fljótsdalshéraðs til hamingju með þennan stóra áfanga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 451. fundur - 17.12.2018

Bæjarstjóri gerði grein fyrir framkomnu erindi frá Arkitektastofunni OG ehf, og svari sveitarfélagsins við því.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 472. fundur - 03.06.2019

Björn fór yfir samkomulag við Arkitektastofuna OG sem undirritað hefur verið vegna uppbyggingar íþróttamiðstöðvarinnar og hönnun og breytinga innanhúss. Bæjarráð staðfestir fram lagða samninga.
Einnig ræddar hugmyndir að endurbótum innanhúss og fyrirhugaða vinnu við þær útfærslur.