Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs 2019

Málsnúmer 201810136

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 168. fundur - 23.10.2018

Helga Þórarinsdóttir mætti fyrir nefndina undir þessum lið og kynnti fjárhagsáætlun.
Félagsmálanefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. Nefndin bendir á að áætlun tekur ekki mið af mögulegum kostnaðarauka vegna lagabreytinga frá 1. október s.l. er varða málefni félagsþjónustu og málefni fatlaðra.
Samþykkt samhljóða.