Kolefnisjöfnun Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201809020

Vakta málsnúmer

Náttúruverndarnefnd - 10. fundur - 21.09.2018

Erindi frá stýrihópi Heilsueflandi samfélags á Fljótsdalshéraði þar sem m.a. er lagt til að Fljótsdalshérað gangi fram með góðu fordæmi og kolefnisjafni útblástursmengun ökutækja sinna og flugferðir starfsmanna og gesta sveitarfélagsins.

Náttúruverndarnefnd þakkar erindið og telur mikilvægt að sveitarfélagið leggi sitt af mörkum við að draga úr losun á kolefni út í andrúmsloftið eins og kostur er, auk þess að hvetja til aðgerða sem miða að því að binda kolefni.

Nefndin felur starfsmanni að leggja fyrir næsta fund nefndarinnar tillögu að því með hvaða hætti unnt sé að meta kolefnisspor sveitarfélagsins, enda sé æskilegt að þær upplýsingar liggi fyrir svo hægt sé að setja sveitarfélaginu markmið um minnkun þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Náttúruverndarnefnd - 12. fundur - 25.02.2019

Til umræðu eru mögulegar leiðir til að meta kolefnisspor Fljótsdalshéraðs. Erindið var áður á dagskrá 10. fundar náttúruverndarnefndar þann 21. september 2018. Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir málið og kynnti nokkra möguleika á kolefnisbókhaldi og mati á kolefnisspori sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Náttúruverndarnefnd felur verkefnisstjóra umhverfismála að gera tillögu um hvernig sveitarfélagið
getur haldið utan um kolefnisspor sitt og sett fram markmið til að draga úr því. Málið verði tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Náttúruverndarnefnd - 13. fundur - 24.06.2019

Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála, gerir grein fyrir vinnu starfshóps um endurskoðun umhverfisstefnu sveitarfélagsins þar sem kolefnisjöfnun og kolefnisbókhald hefur borið á góma.

Náttúruverndarnefnd óskar eftir því að starfshópurinn geri tillögu að fyrirkomulagi kolefnisbókhalds og kolefnisjöfnunar og það verði hluti umhverfisstefnu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.