Jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201808191

Vakta málsnúmer

Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 64. fundur - 30.08.2018

Lögð fram og kynnt jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs eins og hún var samþykkt 2016 af jafnréttisnefnd og bæjarstjórn. Gert er ráð fyrir að hún sé endurskoðuð á hverju kjörtímabili. Stefnt að því hefja þá vinnu á næsta ári.
Rætt um nauðsyn þess að sveitarfélagið geri viðhorfskönnun meðal starfsmanna og kanni vellíðan þeirra á vinnustað. Einnig að slíkar kannanir verði gerðar reglulega þannig að hægt verði að fylgjast með þróuninni milli tímabila. Jafnréttisnefnd hefur áhuga á að fá að koma að gerð slíkrar könnunar.

Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 65. fundur - 15.10.2018

Jafnréttisnefnd óskar eftir því við skólastjórnendur sveitarfélagsins, að þeir sendi nefndinni til upplýsinga framkvæmdaáætlanir jafnréttisáætlana fyrir sínar stofnanir. Jafnréttisstofa hefur verið að ýta á að skólastofnanir ljúki vinnu við jafnréttis- og framkvæmdaáætlanir sínar.
Jafnréttisnefnd beinir því jafnframt til íþróttafélaga í sveitarfélaginu að þau endurskoði og uppfæri jafnréttisstefnur og framkvæmdaáætlanir sínar, með tilliti til nýrra jafnréttislaga.

Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 66. fundur - 23.11.2018

Farið yfir nokkur atriði í texta jafnréttisáætlunar Fljótsdalshéraðs, sem og framkvæmdaáætlun hennar. Þessar breytingar eru fyrst og fremst gerðar vegna athugasemda við undirbúningsvinnu fyrir jafnlaunavottun sveitarfélagsins. Meðal annars er þessi endurskoðun á áætluninni gerð til að þar séu réttar tilvísanir í lög og reglur og þá texti sem uppfyllir kröfur vottunar.
Jafnréttisnefnd samþykkir framlagðar textabreytingar og felur starfsmanni að ganga frá þeim í skjalinu.
Endurskoðaðri jafnréttisáætlun, ásamt framkvæmdaáætlun svo vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Fram kom að jafnréttisnefnd stefnir á heildar endurskoðun áætlunarinnar haustið 2019.

Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 67. fundur - 06.05.2019

Farið yfir texta jafnréttisáætlunar, ásamt framkvæmdaáætlun og gerðar á honum nokkrar leiðréttingar og viðbætur.
Þetta er gert til þess að jafnréttisáætlun standist þær kröfur sem úttektaraðili jafnlaunavottunar gerir til fágangs jafnréttisáætlunar sveitarfélagsins.
Eftir góða yfirferð og leiðréttingar á textanum, samþykkti jafnréttisnefnd áætlunina með áorðnum breytingum og vísar henni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Jafnframt verði textaskjalið sent til Jafnréttisstofu til yfirlestrar.

Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 68. fundur - 26.09.2019

Starfsmanni nefndarinnar falið að kalla eftir tillögum hjá starfsfólki sveitafélagsins í upphafi endurskoðunar Jafnréttisáætlunar sveitafélagsins 2020-2024.

Að öðru leiti er málið áfram í vinnslu.