Aðstaða fyrir markað; Bæjarstjórnarbekkurinn 16.12.2017

Málsnúmer 201802109

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 64. fundur - 26.02.2018

Lagt fram erindi um svæði, pláss, hús, sem gæti hýst matar- og sveitamarkað á sumrin og Barramarkað fyrir jólin. Erindið var fram borið á bæjarstjórnarbekknum sem haldinn var á Barramarkaðnum 16. desember 2017. Erindinu vísað til atvinnu- og menningarnefndar á fundi bæjarráðs 8. janúar 2018.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til við umhverfis- og framkvæmdanefnd að skoðað verði hvort reiðhöllin á Iðavöllum geti nýst sem framtíðarhúsnæði fyrir jólamarkað sem fram hefur farið í Barra hingað til. Í því sambandi þarf m.a. að skoða aðkomu og bílastæði við reiðhöllina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 87. fundur - 14.03.2018

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni að taka saman upplýsingar um kostnað við umrædda beiðni og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.