Ráðning fjallskilastjóra

Málsnúmer 201802092

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 88. fundur - 26.03.2018

Ganga þarf frá ráðningu fjallskilastjóra í Hjaltastaðarþinghá og Jökulsárhlíð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að Sigbjörn Óli Sævarsson verði fjallskilastjóri í Hjaltastaðarþinghá. Ráðningu fjallskilastjóra í Jökulsárhlíð frestað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 91. fundur - 09.05.2018

Til umræðu er ráðningu fjallskilastjóra í Jökulsárhlíð.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 92. fundur - 23.05.2018

Fyrir nefndin liggur tillaga að ráðningu fjallskilastjóra í Jökulsárhlíð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að ráða Benedikt Arnórsson sem fjallskilastjóra í Jökulsárhlíð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála sat undir þessum lið.