Eigendaskipti á landspildunni Stóravík, ásamt orlofshúsum þar

Málsnúmer 201704097

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 69. fundur - 10.05.2017

Lagt er fyrir nefndina erindi Þórhalls Pálssonar fyrir hönd eiganda Stóruvíkur.
Stefnt er að því að halda áfram sama rekstri á svæðinu og verið hefur síðan húsin voru byggð, þ.e. reka þar skammtímaútleigu til almennings og ferðafólks.
Því er farið á leit að skipulags- og byggingarfulltrúa að líta til þess að um enga eðlisbreytingu er að ræða hvað starfsemi á svæðinu varðar og fallist á að mæla með jákvæðri umsögn til sveitarstjórnar þegar til rekstrarleyfisumsóknar kemur. Jafnframt að breyting um landnotkunarflokk úr frístundasvæði í svæði fyrir verslu- og þjónustu verði gerð við næstu reglulegu endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að senda erindið til umsagnar hjá Skipulagsstofnun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 70. fundur - 24.05.2017

Lagt er fyrir erindið, Eigendaskipti landsspildunnar Stóruvíkur á Völlum, ásamt orlofshúsum sem þar eru.
Í erindi er farið þess á leit að enga eðlisbreytingu er að ræða hvað starfssemi á svæðinu varðar og jafnframt að breyting um landnotkunarflokk úr frístundasvæði í svæði fyrir verslun- og þjónustu verði gerð við næstu reglulegu endurskoðun aðalskipulags.
Á fundi nr. 69 var Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að senda erindið til umsagnar hjá Skipulagsstofnun.
Þann 19.maí sl. barst umsögn frá Skipulagsstofnun, en niðurlag umsagnar var svohljóðandi:
Aðalskipulagsbreyting er forsenda þess að hægt sé að gefa út rekstrarleyfið og ekki hægt að vísa henni til næstu endurskoðunar aðalskipulagsins.

Með vísan í erindi og innsenda umsögn vísar Umhverfis- og framkvæmdanefnd erindinu til úrlausnar hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa sbr.2.mgr. 36.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.