Beiðni um uppsetningu skilta sem vísa á Safnahúsið á Egilsstöðum

Málsnúmer 201606014

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 49. fundur - 08.06.2016

Lagt er fram erindi frá safnstjórum Minjasafns Austurlands, Héraðsskjalasafns Austfirðinga og Bókasafns Héraðsbúa þar sem óskað er eftir uppsetningu skilta sem vísa á Safnahúsið á Egilsstöðum í meðfylgjandi erindi dags. 31.05.2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd heimilar staðsetningu 1 og 2, en synjar staðsetningu nr.3. Uppsetning skal unnin í samráði við forstöðumann þjónustumiðstöðvar en greiðist alfarið af umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 15.06.2016

Lagt er fram erindi frá safnstjórum Minjasafns Austurlands, Héraðsskjalasafns Austfirðinga og Bókasafns Héraðsbúa þar sem óskað er eftir uppsetningu skilta sem vísa á Safnahúsið á Egilsstöðum í meðfylgjandi erindi dags. 31.05. 2016.

Eftirfarandi tilaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar heimilar bæjarstjórn staðsetningu 1 og 2, en synjar staðsetningu nr. 3. Uppsetning skal unnin í samráði við forstöðumann þjónustumiðstöðvar en greiðist alfarið af umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.