Málefni Skólamötuneytis

Málsnúmer 201412027

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 210. fundur - 09.12.2014

Fréttabréf Skólamötuneytis lagt fram til kynningar. Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti ýmsa nýbreytni í tengslum við framkvæmd í hádegi í Egilsstaðaskóla. Fiskmáltíðir í skólastofnunum ræddar, ekki er gert ráð fyrir breytingum hvað þær varðar. Fræðslunefnd ítrekar mikilvægi þess að ítarlegar upplýsingar varðandi stöðu málsins liggi sífellt fyrir. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 245. fundur - 07.02.2017

Í ljósi erinda sem borist hafa hefur verið farið í eftirfarandi aðgerðir:

- Skerpt á vinnulagi á matarfundi m.a. með því að gera gátlista til að tryggja fjölbreytni matseðilsins.
- Síðasti matseðill yfirfarinn af næringarfræðingi og reyndist uppfylla ráðleggingar um matarræði frá landlæknisembættinu.
- Framsetning á matseðli gerð skýrari.
- Unnið að sérstakri undirsíðu um Skólamötuneytið á heimasíðu sveitarfélagsins með hagnýtum upplýsingum
- Útgáfa á fréttabréfi sem sent verður til foreldra.
- Undirbúningur að stefnu Fljótsdalshéraðs fyrir Skólamötuneytið.

Fræðslustjóra falið að svara erindunum. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 250. fundur - 30.05.2017

Lögð fram drög af stefnu skólamötuneytisins. Fræðslustjóra falið að senda drögin til umsagnar hjá þeim stofnunum sem fá máltíðir frá mötuneytinu. Stefnan kemur síðan til endanlegrar afgreiðslu í nefndinni. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 252. fundur - 22.08.2017

Fyrir fundinum voru drög að stefnu skólamötuneytisins. Stefnan samþykkt með áorðnum breytingum á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.