Beiðni um styrk vegna Eldvarnarátaksins 2014.

Málsnúmer 201412012

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 277. fundur - 08.12.2014

Lagt fram erindi úr tölvupósti dags. 1. des. 2014, frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, með beiðni um styrk vegna eldvarnarátaks til grunnskólabarna og foreldra þeirra 2014.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til fræðslunefndar til afgreiðslu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 210. fundur - 09.12.2014

Fræðslunefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 25.000 til Eldvarnaátaksins 2014. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 278. fundur - 15.12.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarráð að veita styrk að upphæð kr. 25.000 til Eldvarnaátaksins 2014. Styrkurinn er veittur af lið fræðslunefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.