Snorraverkefnið / beiðni um stuðning við verkefnið árið 2015

Málsnúmer 201411174

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 10. fundur - 08.12.2014

Fyrir liggur beiðni frá Snorrasjóði, dagsett 17. nóvember 2014, um stuðning við Snorraverkefnið 2015. En verkefnið lýtur að því að veita ungu fólki af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 75.000 sem tekið verði af lið 05.89 undir fjárhagsáætlun árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 278. fundur - 15.12.2014

Fyrir liggur beiðni frá Snorrasjóði, dagsett 17. nóvember 2014, um stuðning við Snorraverkefnið 2015. En verkefnið lýtur að því að veita ungu fólki af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarráð að verkefnið verði styrkt um kr. 75.000 sem tekið verði af lið 05.89 undir fjárhagsáætlun árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.