Sameiginleg markaðssetning sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrúar

Málsnúmer 201411171

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 10. fundur - 08.12.2014

Fyrir liggja tillögur að sameiginlegri birtingaráætlun sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrúar, vegna auglýsinga um Austurland sem áhugaverðan áfangastað ferðamanna.

Atvinnu og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi áætlun og framlag Fljótsdalshéraðs verði allt að kr. 562.000, að því gefnu að önnur sveitarfélög og Austurbrú komi að verkefninu. Fjármagnið verði tekið af lið 13.63.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 278. fundur - 15.12.2014

Fyrir liggja tillögur að sameiginlegri birtingaráætlun sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrúar, vegna auglýsinga um Austurland sem áhugaverðan áfangastað ferðamanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi áætlun og að framlag Fljótsdalshéraðs verði allt að kr. 562.000, að því gefnu að önnur sveitarfélög og Austurbrú komi að verkefninu. Fjármagnið verði tekið af lið 13.63.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.