Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2013

Málsnúmer 201311039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 244. fundur - 13.11.2013

Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga árið 2013, sem haldinn verður fimmtudaginn 21. nóv. n.k.

Bæjarráð samþykkir að skipa Björn Ingimarsson sem aðalfulltrúa sinn á aðalfund Héraðsskjalasafnsins og Eyrúnu Arnardóttur til vara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Einnig kynnti bæjarstjóri bréf til stjórnar Héraðsskjalasafnsins, varðandi tillögur um breytt eignarhald á safnahúsinu, auk bréfs til forsvarsmanna viðkomandi sveitarfélaga.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 246. fundur - 11.12.2013

Fundargerðin lögð fram til kynningar.