Íþrótta- og tómstundanefnd

35. fundur 11. október 2017 kl. 17:00 - 18:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varamaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2018

201704016

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2018. Jafnframt liggja fyrir áætlanir frá forstöðumönnum þeirra stofnana sem undir nefndina heyra.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2018 og vísar henni til bæjarstjórnar, en leggur jafnframt til að leitað verði leiða til að bæta við ramma fjárhagsáætlunar nefndarinnar þannig að mögulegt verði að mæta óskum um frístundastyrki fyrir börn 6-18 ára á Fljótsdalshéraði.

Jafnframt liggur fyrir viðhalds- og framkvæmdaáætlun stofnana sem heyra undir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2018

201709065

Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir árið 2018 telst tilbúin til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar fyrir ungt fólk

201702144

Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum var yfirfarin af Ungmennaráði sem gerði tillögur að breytingum gjaldskrár fyrir ungmenni í Menntaskólanum á Egilsstöðum.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Ungmennaráði fyrir tillögurnar og leggur til að farið verði í endurskoðun á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar. Málið unnið áfram í samstarfi við forstöðumann Íþróttamiðstöðvar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:00.