Íþrótta- og tómstundanefnd

54. fundur 22. ágúst 2019 kl. 07:00 - 08:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2020

201903185

Umræða um fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2020.

Gert verði ráð fyrir að á næsta fundi nefndarinnar mæti á fundinn forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2019

201809104

Fyrir liggur samþykkt starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir árið 2019.

Áætlunin rædd og yfirfarin.

3.Iðkendayfirlit ÍFH 2018

201908073

Lagt fram til kynningar iðkendayfirlit frá Íþróttafélaginu Hetti fyrir árið 2018.

4.Saman hópurinn - beiðni um stuðning

201908074

Fyrir liggur tölvupóstur frá Saman-hópnum, dagsettur 26. júlí 2019, þar sem beðið er um styrk frá sveitarfélögum.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að umsóknin verði afgreidd með öðrum styrkumsóknum haustúthlutunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

201401135

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
- Bílastæðum gjarnan fækkað.
- Stuðlað að góðu aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda, m.a. hjólastígum.
- Gert sé ráð fyrir hjólagrindum víða.
- Gert sé ráð fyrir hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla.
- Fjölskylduvæn afþreyingarsvæði séu skilgreind.
- Áhersla skipulagsins sé á að íbúar sveitarfélagsins nýti svæðið sem mest og að skipulagið endurspegli stefnu sveitarfélagsins sem heilsueflandi samfélag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 08:00.