Íþrótta- og tómstundanefnd

39. fundur 28. febrúar 2018 kl. 17:00 - 18:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Ireneusz Kolodziejczyk varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Hljóðvist í Íþróttamiðstöð

201801121

Lagt fram minnisblað frá Mannvit, dagsett 25. janúar 2018, vegna hljóðmælinga í íþróttasal Íþróttamiðstöðvar, en málið er í vinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir yfir ánægju sinni að verið sé að bregðast við slæmri hljóðvist í íþróttahúsinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Viljayfirlýsing um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

201802021

Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs þann 12. febrúar sl. var tekið fyrir bréf Sambandsins dagsett 5. febrúar 2018, varðandi aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Þar eru sveitarfélög hvött til að tengja fjárveitingar sínar til íþróttafélaga baráttunni geng þessum málum.

Á fundi bæjarráðs var bókað að ráðið tæki undir áherslur Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Jafnframt fól bæjarráð íþrótta- og tómstundanefnd og starfsmönnum hennar að fara yfir gildandi samninga við íþrótta- og tómstundafélög, með tilliti til þeirra áherslna sem fram koma í bókun stjórnar Sambandsins.

Íþrótta- og tómstundanefnd mun hafa tilmæli Sambandsins og bókun bæjarráðs til hliðsjónar við gerð samninga við íþrótta- og tómstundafélög fyrir árið 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Frá stjórn UÍA til upplýsingar vegna #metoo/#jöfnumleikinn

201802046

Fyrir liggur tölvupóstur frá UÍA til upplýsingar vegna #metoo/#jöfnumleikinn.

Íþrótta- og tómstundanefnd mun hafa upplýsingarnar til hliðsjónar við gerð samninga við íþrótta- og tómstundafélög fyrir árið 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ný og betri barnalaug

201801135

Fyrir liggur erindi af vefnum Betra Fljótsdalshérað þar sem lagt er til að gerð verði ný barnalaug / vaðlaug við sundlaugina á Egilsstöðum.

Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í erindið og leggur til að málinu verði bætt inn í uppbyggingaráætlun íþróttamiðstöðvarinnar fyrir næstu ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Bæjarstjórnarbekkurinn - útikörfuboltavöllur

201802088

Fyrir liggur erindi frá bæjarstjórnarbekknum í Barra 16. desember 2017 þar sem lagt er til að setja upp útikörfuboltavöll.

Íþrótta- og tómstundanefnd vísar til máls 201705107, en málið er í vinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Bæjarstjórnarbekkurinn - frítt í sund og samningur við fimleikadeild

201802086

Fyrir liggur erindi frá bæjarstjórnarbekknum í Barra 16. desember 2017 þar sem lýst er yfir ánægju með að frítt er í sund fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri á Fljótsdalshéraði. Að auki vangaveltur um samning sveitarfélags við fimleikadeild Hattar varðandi þátttöku í kaupum á áhöldum.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að starfsmaður nefndarinnar myndi starfshóp sem í eru ásamt honum, forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar, fulltrúi fimleikadeildar og yfirmaður Eignasjóðs. Starfshópurinn fari yfir búnað og áhöld til fimleikaiðkunar í væntanlegu fimleikahúsi og komi með tillögu að hvaða tæki og búnaður skuli vera til staðar og hvert eignarhaldið skuli vera. Tillögum starfshópsins verði skilað til nefndarinnar fyrir 15. apríl 2018.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Bæjarstjórnarbekkurinn - fasteignagjöld fyrir flugskýli

201802085

Fyrir liggur erindi frá bæjarstjórnarbekknum í Barra 16. desember 2017 þar sem beðið er um að kanna möguleika á að fá niðurfelld fasteignagjöld af flugskýli vegna Flugklúbbs.

Íþrótta- og tómstundanefnd vísar til fyrirliggjandi samningsdraga sem samþykkt voru í bæjarstjórn 7. febrúar 2018, en í þeim samningi er gert ráð fyrir fjárframlagi til klúbbsins.

Að öðru leyti vísað til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2017 - yfirferð

201802113

Farið yfir rekstrarniðurstöður málaflokksins fyrir árið 2017, en heildarniðurstöður málaflokksins eru rétt undir áætlun. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.