Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

195. fundur 09. desember 2013 kl. 16:00 - 18:20 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Maríanna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Ragna Björgvinsdóttir varamaður
  • Jónas Guðmundsson varamaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Árni Ólason sat fundinn sem varamaður Ragnhildar Rósar Indriðadóttur

Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir, Anna Heiða Óskarsdóttir, Lembi Seia Sangle og María Ósk Kristmundsdóttir sátu fundinn undir liðum 1 og 2. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sverrir Gestsson, Þórður Mar Þorsteinsson, Sigfús Guttormsson og Aðalsteinn Þórhallsson sátu fundinn undir liðum 2-6.

1.Ytra mat á leikskólum

Málsnúmer 201312024Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti að sótt verði um ytra mat til mennta- og menningarmálaráðuneytis fyrir leikskólana Hádegishöfða og Tjarnarskóg.

2.Skólamáltíðir

Málsnúmer 201312022Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd ítrekar að leitað hefur verið ýmissa leiða til að hægt verði að bjóða upp á fiskmáltíðir í skólum sveitarfélagsins og enn eru leiðir í skoðun. Að öðru leyti vísar fræðslunefnd í bókun sína á síðasta fundi nefndarinnar varðandi málið.

3.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201209100Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Íslenskt málumhverfi í grunnskólum

Málsnúmer 201312021Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd leggur áherslu á að héðan í frá sem hingað til verði áhersla á íslenskt máluppeldi í skólum sveitarfélagsins.

5.Dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk 2013

Málsnúmer 201301095Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.PISA 2012

Málsnúmer 201312023Vakta málsnúmer

Niðurstöður PISA 2012 ræddar. Beðið verður með frekari skoðun á niðurstöðunum þar til ítarlegri greiningar á þeim liggja fyrir.

7.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:20.