Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

197. fundur 24. febrúar 2014 kl. 16:00 - 18:52 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Maríanna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Árni Ólason varamaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Skólastjórnendur leik- og grunnskóla mættu á fund nefndarinnar undir fyrsta dagskrárlið. Auk þeirra tóku áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir, Lembi Seia Sangle og María Ósk Kristmundsdóttir þátt í þeim dagskrárlið. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Þórður Mar Þorsteinsson, Sigfús Guttormsson og Edda Hrönn Sveinsdóttir sátu fundinn undir fyrsta og öðrum fundarlið.

1.Staða innleiðingar nýrrar aðalnámskrár í skólum á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201402157Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála varðandi innleiðingu námskrárinnar. Egilsstaðaskóli vinnur skv. áætlun sem gerð var í upphafi innleiðingarinnar. Unnið var að endurskoðun á námsmati á síðasta skólaári og með greinanámskrárnar í framhaldi af því. Nú stendur yfir vinna með grunnþætti menntunar og unnið verður að endurskoðun skólanámskrárinnar á næsta skólaári. Í Fellaskóla hefur ný aðalnámskrá verið að síast inn eins og verið hefur með fyrri námskrár. Skólastjóri kynnti könnun meðal foreldra á stöðu þeirra stoða sem námskráin m.a. byggir á, sú könnun benti til að skólastarf í Fellaskóla sé í góðu samræmi við þær. Í Brúarásskóla var á síðasta skólaári unnið með endurskoðun á námsmati. Í vetur hefur verið unnið með grunnþættina og samhliða er verið að vinna gerð heildstæðrar skólanámskrár skólans. Námskráin verður fyrir bæði skólastig, þar sem leikskólinn mun fá sinn kafla en mikill hluti verður sameiginlegur fyrir bæði skólastigin. Á næsta skólaári er gert ráð fyrir að vinna með greinabundna þætti námskrárinnar. Tjarnarskógur vinnur eftir verkáætlun sem unnin var í upphafi og vinnan gengur skv. áætlun. Verið er endurskoða og samþætta skólanámskrár í ljósi aðalnámskrárinnar. Sama á við á Hádegishöfða þar er vinnan í samræmi við verkáætlun og þar er gert ráð fyrir að ljúka ferlinu með endurútgáfu skólanámskrár á haustdögum.

2.First lego league tækni- og hönnunarkeppni grunnskólanema

Málsnúmer 201402158Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd óskar Brúarásskóla til hamingju með frábæran árangur í First lego league tækni- og hönnunarkeppninni og leggur til að liðið fái ferðastyrk að upphæð kr. 250.000 til þátttöku í Evrópukeppninni á Spáni í vor fyrir Íslands hönd. Styrkurinn verði færður á lið 04-80.

3.Starfsemi félagsmiðstöðva - Árni Pálsson mætir á fund nefndarinnar

Málsnúmer 201402159Vakta málsnúmer

Árni Heiðar Pálsson, forstöðumaður félagsmiðstöðvanna, mætti á fund nefndarinnar og kynnti starfsemina í félagsmiðstöðvunum. Sagt frá viðhorfskönnun varðandi skipulag starfseminnar í félagsmiðstöðvunum meðal unglingastigsins í skólum sveitarfélagsins, niðurstaðan verður kynnt á næsta fundi nefndarinnar.

4.Beiðni um fjárstuðning 2014

Málsnúmer 201401212Vakta málsnúmer

Samanhópurinn fer fram á 20.000 kr. fjárstuðning. Samþykkt samhljóða að verða við styrkumsókninni, styrkurinn færist á lið 04-09.

5.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:52.