Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

270. fundur 27. nóvember 2018 kl. 16:00 - 17:50 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Sigurður Gunnarsson varaformaður
  • Jón Björgvin Vernharðsson aðalmaður
  • Leifur Þorkelsson aðalmaður
  • Garðar Valur Hallfreðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Þórhalla Sigmundsdóttir, og Þorvaldur Hjarðar sátu fundinn undir liðum 1-4. Skólastjórnendur mættu á fundinn undir þeim liðum sem varða þeirra skóla sérstaklega.

1.Ytra mat Brúarásskóli

201811143

Stefanía Malen Stefánsdóttir, skólastjóri Brúarásskóla, kynnti niðurstöður ytra mats í skólanum sem fram fór snemma í haust. Umbótaáætlun verður lögð fyrir fræðslunefnd þegar hún liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ytra mat - Egilsstaðaskóli

201811142

Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti niðurstöður ytra mats í skólanum sem fram fór fyrr í haust. Umbótaáætlun verður lögð fyrir fræðslunefnd þegar hún liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Egilsstaðaskóli - nemendamál

201808040

Ruth Magnúsdóttir kynnti erindið. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti þau úrræði sem skólinn hefur gripið til.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fellaskóli - nemendamál

201811141

Þórhalla Sigmundsdóttir kynnti erindið. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti þau úrræði sem skólinn hefur gripið til.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Skýrsla fræðslustjóra

201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:50.