Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

260. fundur 10. apríl 2018 kl. 17:00 - 20:47 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Ágústa Björnsdóttir formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri, mætti á fund nefndarinnar undir 1. lið á dagskránni. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Þórunn Guðgeirsdóttir, Helena Einarsdóttir og Bára Stefándsóttir mættu undir lið 1. Anna Alexandersdóttir, forseti bæjarstjórnar, sat allan fundinn. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir, Guðrún Ásta Friðbertsdóttir og Freyr Ævarsson mættu á fundinn undir lið 3.

Jón Björgvin Vernharðsson sat fundinn sem varamaður Soffíu Sigurjónsdóttur.

1.Ráðning skólastjóra Fellaskóla

201804026

Björn Ingimarsson, bæjarstjóri, mætti á fund nefndarinnar undir þessum lið og kynnti niðurstöðu varðandi ráðningu skólastjóra Fellaskóla frá og með næsta skólaári, en gert er ráð fyrir að ganga til samninga við Þórhöllu Sigmundsdóttur um starfið.

Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með niðurstöðu málsins.

2.Starfshópur um málefni leikskóla á Fljótsdalshéraði

201804028

Vísað er til bókunar undir lið 3.

3.Byggingaframkvæmdir - leikskóli Fellabæ

201804034

Formaður kynnti niðurstöður starfshóps þar sem eftirfarandi niðurstaða liggur fyrir:

Starfshópur um málefni leikskóla á Fljótsdalshéraði leggur til við fræðslunefnd að ráðist verði í viðbyggingu við Hádegishöfða þannig að byggingin rúmi fullbúinn 3 deilda leikskóla.

Fræðslunefnd þakkar starfshópnum og leggur til að strax verði ráðist í nauðsynlegan undirbúning svo ofangreind samþykkt geti náð fram að ganga. Lögð er áhersla á tekið verði tillit til þeirra krafna sem gerðar eru í dag til hönnunar leikskólahúsnæðis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fræðslusvið - fjárhagsáætlun 2019

201804027

Mál í vinnslu.

5.Umsókn um styrk vegna Sjávarútvegsskólans

201804031

Fræðslunefnd hafnar styrkbeiðninni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Styrkbeiðni vegna Verðlaunahátíðar barnanna

201804030

Fræðslunefnd hafnar styrkbeiðninni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skýrsla fræðslufulltrúa

201012009

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:47.