Félagsmálanefnd

150. fundur 14. desember 2016 kl. 12:30 - 14:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Jón Jónsson varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Ása Sigurðardóttir aðalmaður
  • Arnbjörg Sveinsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Beiðni um framlag til Kvennaráðgjafarinnar fyrir rekstrarárið 2017

Málsnúmer 201611096Vakta málsnúmer

Umsókn Kvennaráðgjafarinnar um rekstrarstyrk á árinu 2017 er tekin fyrir og synjað.

2.Umsókn um styrk vegna rekstrar Aflsins

Málsnúmer 201612010Vakta málsnúmer

Umsókn Aflsins um rekstrarstyrk á árinu 2017 er tekin fyrir og synjað.

3.Yfirlit yfir stöðu launa árið 2016

Málsnúmer 201604110Vakta málsnúmer

Yfirlit yfir stöðu launa hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrstu ellefu mánuði ársins lagt fram til kynningar. Áætlunin er 2% undir samþykktri launaáætlun.

4.Gjaldskrá Hlymsdala 2017

Málsnúmer 201612018Vakta málsnúmer

Drög að hækkaðri gjaldskrá vegna leigu á Hlymsdölum lögð fram og samþykkt.

5.Gjaldskrá heimaþjónustu 2017

Málsnúmer 201612019Vakta málsnúmer

Drög að hækkaðri gjaldskrá vegna félagslegrar heimaþjónustu og heimsendingu matar er lögð fram og samþykkt.

6.Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021

Málsnúmer 201612012Vakta málsnúmer

Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks lögð fram til kynningar.

7.Leiðbeinandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélaga

Málsnúmer 201612020Vakta málsnúmer

Drög að leiðbeinandi reglum um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir sveitarfélög landsins eru lögð fram til kynningar.

8.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning 2017

Málsnúmer 201612031Vakta málsnúmer

Drög að breyttum reglum um sérstakan húsnæðisstuðning eru lagðar fram og samþykktar þó með þeim fyrirvara að bætt verði inn í 25. gr. reglnanna athugasemd þess eðlis að 7. gr. eigi ekki við þar. Einnig er ákveðið að breyta matsviðmiðum reglnanna í þá veru að eldri viðmið um framfærslukostnað bætast við leiðbeinandi reglur ráðuneytisins, þannig verði tryggt að þeir lægst launuðu eigi rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi.

Fundi slitið - kl. 14:30.