Félagsmálanefnd

163. fundur 17. apríl 2018 kl. 12:30 - 14:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Ása Sigurðardóttir aðalmaður
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri

1.Þinn besti vinur - Hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk

201802071

Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs hefur borist beiðni um styrk frá hópi sálfræðinga sem vinnur að þróun myndbanda um þunglyndi og kvíða fyrir unglinga og ungt fólk. Myndböndin verða opin öllum á vef verkefnisins, thinnbestivinur.is. Óskað er eftir styrkjum til handritagerðar að upphæð 350.000,- kr. og tölvuvinnslu að upphæð 2.000.000,- kr. Fram kemur í beiðninni að leitað verði eftir styrkjum frá fyrirtækjum og stofnunum til þess að fjármagna verkefnið.

Félagsmálanefnd fyrir sitt leyti fagnar framtaki þessu en sér sér ekki fært að styrkja verkefnið á þessu stigi málsins. Umleitaninni er því hafnað.

2.Samstarfssamningur Fljótsdalshéraðs og Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði

201803113

Tillögur Félags eldri borgara um breytingar á gildandi samkomulagi eru lagðar fram og ræddar. Samþykkt að fela félagsmálastjóra og formanni að gera drög að nýjum samningi.

3.Beiðni um upplýsingar um úrræði skv. 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002

201802164

4.beiðni um ættleiðingu

201712040

Bókun nefndar færð í trúnaðarmálabók.

5.Barnaverndarmál

1707057

Bókun nefndar færð í trúnaðarmálabók.

6.Skýrsla Félagsmálastjóra

201712031

Félagsmálastjóri reifaði starfsemi s.l. mánaða fyrir nefndinni.

7.Frumvarp til laga um almenn hegningarlög (bann við umskurði drengja)

201803064

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 14:15.