Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

310. fundur 18. mars 2020 kl. 17:00 - 19:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson forseti
 • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
 • Kristjana Sigurðardóttir 2. varaforseti
 • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
 • Aðalsteinn Ásmundarson bæjarfulltrúi
 • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Í upphafi fundar bar forseti upp þá tillögu að bætt verið inn einum lið á dagskrá. Sá liður verður númer 11, Sveitarstjórnarkosningar 2020. Ekki komu fram athugasemdir og var málið tekið á dagskrá.
Í upphafi fundar gerði forseti grein fyrir því að tveir bæjarfulltrúar sitji fundinn í gegn um síma, sem byggir á nýsamþykktri breytingu á sveitarstjórnarlögum.
Kallað verður eftir afstöðu þeirra bæjarfulltrúa sem sitja fundinn í gegnum síma með nafnakalli.
Kallaði forseti eftir hvort athugasemdir væru gerðar við það, en svo var ekki.

1.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2020

Málsnúmer 202002062Vakta málsnúmer

Anna Alexandersdóttir formaður bæjarráðs kynnti starfsáætlun fyrir málaflokk 21, Sameiginlegur kostnaður.
Þakkaði forseti henni síðan fyrir góða kynningu.

2.Ársreikningur 2019

Málsnúmer 202002115Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram ársreikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019 til síðari umræðu í bæjarstjórn. Einnig tók Gunnar Jónsson til máls um ársreikninginn.

Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2019 námu 4.801 milj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 4.312 millj. kr.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir námu alls 3.858 millj. kr. í samanteknum ársreikningi 2019 fyrir A og B hluta, þar af námu rekstrargjöld A hluta 3.716 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta námu 286 millj. og þar af 172 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 388 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 293 millj. í A hluta.
Eftir fjármagnsliði og afskriftir var rekstrarafkoma ársins jákvæð um 254 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Þar af var afkoma A-hluta jákvæð um 131 millj. kr. Fyrir fjármagnsliði var rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 657 millj. kr., þar af 424 millj. kr. í A hluta.
Veltufé frá rekstri var jákvætt um 773 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 489 millj. kr.
Fjárfestingahreyfingar ársins námu nettó 363 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 266 millj. í A hluta.
Lántökur námu 200 millj. kr á árinu 2019, en afborganir af lánum og leiguskuldbindingum námu 530 millj. kr. á árinu 2019.
Eignir samkvæmt efnahagsreikningi námu 9.368 millj. kr. í árslok 2019 fyrir A og B hluta, þar af nema heildareignir A hluta 5.927 millj. kr. í árslok 2019.

Heildarskuldir og skuldbindingar námu 8.049 millj. kr. í árslok 2019 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 5.026 millj. kr.

Ársreikningurinn í heild sinni er að öðru leyti aðgengilegur á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samstæðureikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019 við síðari umræðu, en fyrri umræða um hann fór fram 4. mars sl. og var hann birtur í Kauphöllinni þann sama dag.
Með ársreikningi liggur einnig fyrir endurskoðunarskýrsla KPMG og ábyrgðar- og skuldbindingayfirlit í árslok 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 505

Málsnúmer 2003003FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 506

Málsnúmer 2003011FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 4.5 og bar fram fyrirspurn og Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 4.5 og svaraði fyrirspurn.

Lagt fram til kynningar.

5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 128

Málsnúmer 2003005FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 5.10 og bar fram fyrirspurn. Kristjana Sigurðardóttir, sem ræddi lið 5.6. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 5.9 og 5.6 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 5.6 og 5.10.

Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 5.2 202002003 Vinnuskóli 2020
  Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Umhverfis- og framkvæmdanefnd tók fyrir erindi frá samfélagsmiðjunni þar sem lagt er til að komið verði upp snúningsplani fyrir strætó í Selbrekku.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdnefnd, þakkar erindið og felur verkefnastjóra umhverfismála að skoða lausnir á ferðum strætó í Selbrekku í samræmi við framlögð gögn á fundi.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
 • Bókun fundar Kjartan Róbertsson kom á fund umhverfis- og framkvæmdanefndar og fór yfir útboðsgögn vegna framkvæmda á millilofti í Egilsstaðaskóla.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að yfirmaður eignasjóðs bjóði út framkvæmd á milliloftinu.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Tillaga að deiliskipulagi vegna vindorku við Lagarfossvirkjun var í kynningu frá 28. nóvember til 4. janúar sl.
  Athugasemdir / ábendingar bárust frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun og landeigendum Kóreksstaðagerðis. Athugasemdir Skipulagsstofnunnar eru í anda bókunar umhverfis- og framkvæmdanefndar á fundi nr. 115 þann 26. júní 2019.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og er fylgjandi nýtingu vindorku í sveitarfélaginu, en telur nauðsynlegt að skilgreina þurfi þau svæði sem heimilt verði að nýta til vindorkuöflunar við gerð nýs aðalskipulags í sameinuðu sveitarfélagi.

  Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 sat hjá (GJ).
 • Bókun fundar Frá því að rekstur Kárahnjúkavirkjunar hófst hefur átt sér stað talsvert rof á bakka Hálslóns í Kringilsárrana. Í stjórnar- og verndaráætlun 2017 - 2026 fyrir Kringilsárrana er tekið fram að séu bakkavarnir nauðsynlegar skulu slíkar framkvæmdir ákveðnar af Umhverfisstofnun í samstarfi við Landsvirkjun og Landgræðsluna. Á samráðsfundi um rannsóknir og vöktun í Kringilsárrana þann 28. nóvember 2018 lagði Landsvirkjun til að ráðist yrði í tilraunaverkefni með allt að 180 m bakkavörn við norðurenda Kringilsárrana.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Með vísan til skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar, heimilar bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs umrædda bakkavörn.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var fjallað um ábendingar frá íbúum vegna snjómoksturs á Egilsstöðum.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og bendir á að aðstæður í vetur hafa verið með versta móti. Ekki hefur alltaf verið hægt að bregðast við aðstæðum með fullnægjandi hætti og eru íbúar beðnir að sýna skilning á erfiðum aðstæðum og haga sínum ferðum með tilliti til þeirra.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Stýrihópur Heilsueflandi samfélags á Fljótsdalshéraði beinir því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að passa upp á að aðgengi að öllum stofnunum sveitarfélagsins sé þannig, nú þegar gjarnan er mikill snjór og hálka og veður mjög misjöfn dag frá degi, að allt fólk, óháð ferðamáta og aðstæðum, komist hæglega að þjónustu.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd, þakkar erindið og brýnir fyrir forstöðumönnum stofnana að tryggja aðgengi að stofnunum sveitarfélagsins eftir því sem kostur er.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar hjá atvinnu- og menningarnefnd, áður en umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur það til afgreiðslu.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Umsókn um skráningu nýrrar landeigna í fasteignaskrá, Mýrar sumarhúsalóð.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að landeigendum verði heimilað að skrá nýja landeign úr landi Mýra og að jafnframt verð veitt jákvæð umsögn um landskipti.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Í vinnslu

6.Atvinnu- og menningarnefnd - 100

Málsnúmer 2003002FVakta málsnúmer

Til máls tók: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lágu drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahóps Borgarfjarðar eystri vegna landvörslu á Víknaslóðum, í Stórurð og Stapavík árið 2020.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samningi.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
 • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
 • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest
 • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest
 • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
 • Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá Sigrúnu Hólm Þórleifsdóttur, um möguleg áhrif Covid-19 veirunnar á ferðaþjónustuna, störf fyrir ungmenni ofl.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og lýsir yfir áhyggjum vegna mögulegra áhrifa sem Covid-19 veiran getur haft á atvinnulíf og störf fólks. Því er beint til bæjarráðs að skoðaðar verði leiðir til aukinnar atvinnusköpunar fyrir ungt fólk í sumar. Starfsmaður nefndarinnar upplýsti að lokið hefur verið við gerð aðgerðaáætlunar vegna Covid-19 fyrir stofnanir sveitarfélagsins, sem birt er á heimasíðu þess. Bæjarstjórn hvetur fyrirtæki í sveitarfélaginu að gera slíkt hið sama.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.

7.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 287

Málsnúmer 2003004FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Kristjana Sigurðardóttir, sem ræddi lið 7.5. Björg Björnsdóttir, sem ræddi liði 7.1. og 7.5 og bar fram fyrirspurn og Björn Ingimarsson, sem ræddi liði 7.1 og 7.5 og svaraði fyrirspurn.

Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn leggur áherslu á að skólar sveitarfélagsins vinni í samræmi við fyrirmæli sóttvarnaryfirvalda þegar kemur að viðbrögðum vegna Covid-19. Þá vill bæjarstjórn hvetja stjórnendur skóla til að halda áfram virkri upplýsingagjöf til foreldra.
  Bæjarstjórn vill einnig þakka starfsfólki skólanna sérstaklega fyrir þá miklu vinnu sem unnin hefur verið til að bregðast við fyrirmælum yfirvalda á þessum erfiðu tímum.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu til bæjarráðs.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • 7.4 201909022 Frístund 2019-2020
  Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og samþykkir að skýrslan verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins svo íbúum og öðrum áhugasömum gefist tækifæri til að kynna sér hana.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og samþykkir að skýrslan verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins svo íbúum og öðrum áhugasömum gefist tækifæri til að kynna sér hana.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Vísað til bókunar undir lið 3.8
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

8.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 87

Málsnúmer 2002007FVakta málsnúmer

Til máls tók: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Fram hefur komið að ráðstefnunni hefur verið frestað fram í september.

  Afgreiðsla ungmennaráðs að öðru leyti staðfest.
 • Bókun fundar Fyrir liggja upplýsingar um samfélagsverkefni á vegum Erasmus samtakanna.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði og hvetur fólk sem hefur náð tilskyldum aldri eindregið til að nýta sér styrkinn til að hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 8.4 202001140 Málefni grunnskóla
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Fyrir ungmennaráði lágu upplýsingar og umfjöllun um sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 18. apríl næstkomandi.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði Fljótsdalshéraðs og beinir því til þeirra framboða sem hyggjast bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum fyrir nýtt sveitarfélag að hafa samráð við ungt fólk í öllum byggðakjörnum og minnir á að skoðanir ungmenna undir kosningaaldri skipta líka máli.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • 8.6 201901092 Milljarður rís
  Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði Fljótsdalshéraðs, þakkar þeim sem mættu á Milljarður rís þann 14. febrúar síðastliðinn, þar sem dansað var gegn kynbundnu ofbeldi og hvetur ráðið til að unnið verði að því að þróa viðburðinn.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

9.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar - Ferðaþjónustan Óseyri

Málsnúmer 202002041Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II að Sólbakka. Umsækjandi er Ferðaþjónustan Óseyri, forsvarsmaður Ívar Ingimarsson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar, Hótel Svartiskógur

Málsnúmer 202002065Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki IV í Hótel Svartaskógi. Umsækjandi er Hótel Svartiskógur, forsvarsmaður Benedikt Hrafnkelsson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Sveitarstjórnarkosningar 2020

Málsnúmer 202003080Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti málið og framlagða tillögu. Aðalsteinn Ásmundarson, sem bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn. Anna Alexandersdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Gunnar Jónsson, Björg Björnsdóttir, sem bar fram fyrirspurnir, Gunnhildur Ingvarsdóttir, Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurnum, Anna Alexandersdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Hannes Karl Hilmarsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir tillögu Undirbúningsstjórnar sameiningar sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar um að sveitarstjórnarkosningum sem fram eiga að fara 18. apríl næstkomandi verði frestað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:15.