Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

276. fundur 06. júní 2018 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Anna Alexandersdóttir forseti
 • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
 • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
 • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
 • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
 • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
 • Haddur Áslaugsson starfsmaður
 • Aðalsteinn Ásmundarson varamaður
 • Eyrún Arnardóttir varamaður
Starfsmenn
 • Friðrik Einarsson
 • Ester Kjartansdóttir varamaður
 • Hrund Erla Guðmundsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 428

1805014F

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 429

1805023F

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
 • 2.1 201801001 Fjármál 2018
  Bókun fundar Lagt fram.
 • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs var farið yfir hugmyndir um gerð útikörfuboltavallar við íþróttamiðstöðina, sem verið hefur í undirbúningi um sinn.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ræða framkvæmdina við stjórn körfuboltadeildarinnar og gera tillögu um fyrirkomulag hennar.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs lagði fjármálastjóri fram viðauka 4 við fjárhagsáætlun ársins 2018, vegna auka deildar fyrir leikskólabörn.
  Heildarkostnaður verði 14.693.000, þar til frádráttar koma leikskólagjöld upp á 1.500.000. Nettó kostnaður verði því 13.193.000.

  Kostnaði verði mætt þannig:
  Af lið 0404 kr. 4.600.000
  Af lið 0414 kr. 2.500.000
  Af lið 0010 kr. 3.645.000
  Af lið 2700 kr. 2.448.000

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn framangreindan viðauka.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram.
 • Bókun fundar Lögð fram drög að samningi milli Landsnets og Fljótsdalshéraðs vegna fyrirhugaðrar lagningar Kröflulínu 3 um jörðina Sænautasel, sem er í eigu sveitarfélagsins.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur og bæjarstjóra verði falið að undirrita hann.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • 2.6 201805202 Jafnlaunavottun
  Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að gengið verði til samninga við PwC um verkefnisstjórnun á innleiðingu jafnlaunavottunar, á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs í verkið.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lög fram:
  Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita umbeðið leyfi dagana 30. júní til og með 1. júlí, með þeim fyrirvara að allra nauðsynlegra leyfa og trygginga verði aflað.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Atvinnu- og menningarnefnd - 70

1805013F

Til máls tóku: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.8 og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 3.8.

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn samþykkir að vísa áherslum nefndarinnar til vinnu við lokafrágang fjárhagsáætlunar á komandi hausti.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • 3.2 201801076 Ormsteiti 2018
  Bókun fundar Fyrir liggja drög að samningi við Menningarsamtök Héraðsbúa um Ormsteiti 2018.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samningi við Menningarsamtök Héraðsbúa með áorðnum breytingum.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • 3.3 201804062 Örnefnaskráning
  Bókun fundar Fyrir liggja gögn er varða örnefnaskráningu innan Fljótsdalshéraðs. Bæjarráð samþykkti á fundi 14. maí 2018 að vísa erindinu, ásamt minnisblaði umhverfisfulltrúa, til atvinnu- og menningarnefndar til frekari skoðunar.

  Eftirfarandi tillaga lög fram:
  Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að farið verði í örnefnaskráningu í sveitarfélaginu á kerfisbundinn hátt. Bæjarstjórn felur starfsmanni atvinnu- og menningarnefndar að leita leiða til að hrinda verkefninu af stað. Leitað verði til Félags eldri borgara um mögulega aðkomu að verkefninu sem og bréfritara.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir liggur styrkumsókn frá Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs vegna Fjölmenningarhátíðar sem haldin er í Sláturhúsinu menningarsetri 21. maí 2018.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu atvinnu og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0574.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
 • Bókun fundar Fyrir fundi atvinnu- og menningarnefndar lá nýundirritaður samningur um byggingu menningarhúss á Fljótsdalshéraði.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og fagnar þeim langþráða áfanga sem náðst hefur með undirritun samnings um uppbyggingu menningarhúss. Annars vegar er um að ræða uppbyggingu í Sláturhúsinu og með því að klára byggingu annarrar burstar við Safnahúsið. Samningurinn að öðru leyti lagður fram til kynningar.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 92

1805009F

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 4.12 og kynnti gjaldskrá vegna malarnáms á Eyvindardal. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 4.2, 4.5 og 4.12. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.2. Stefán Bogi Sveinsson, sem þakkaði formanni umhverfis- og framkvæmdanefndar gott samstarf og bar fram fyrirspurn. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 4.2 og svaraði fyrirspurn og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.2.

Fundargerðin lögð fram.
 • 4.1 201805114 Umhverfisviðurkenning
  Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar veitti nefndin Eyþóri Hannessyni viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf hans í þágu umhverfismála í sveitarfélaginu.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar Eyþóri Hannessyni óeigingjarnt starf hans í þágu samfélagsins. Með fórnfúsu starfi í þágu umhverfismála er Eyþór öðrum íbúum góð fyrirmynd og hvetur bæjarstjórn alla íbúa sveitarfélagsins til að huga vel að allri umgengni og gæta þess að umbúðir og annað sorp dreifist ekki út í náttúruna.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 • Bókun fundar Deiliskipulag Norðvestursvæðis Egilsstaða tekið til umfjöllunar vegna áforma um uppbyggingu á lóðinni Lagarás 21 - 33.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að farið verði í breytingar á deiliskipulagi Norðurvestursvæðis Egilsstaða, þannig að byggingarreitur við Lagarás 21-33 verði stækkaður til norðurs og austurs og heimilt verði að byggja allt að tveggja hæða byggingu. Jafnframt er vakinn athygli á skilgreiningu lóðarinnar í aðalskipulagi.

  Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (Þ.Þ.)

  Þórður Mar Þorsteinsson óskaði að bókað væri að hann væri mótfallinn byggingu tveggja hæða húsa á þessum reit.
 • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd lá tillaga að orkusparandi aðgerðum vegna húshitunar í Brúarásskóla.

  Eftirfarandi tillaga lög fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að sótt verði um styrk til Orkusjóðs vegna áforma um uppsetningu á varmadælu í Brúarási.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd lá ósk frá HAUST um umsögn vegna starfsleyfis fyrir nuddstofu að Blómvangi 2.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við starfsleyfið, en bendir HAUST á að leita umsagnar húsfélagsins.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lögð fram samantekt frá Teiknistofunni AKS. varðandi deiliskipulag Selskógar. Umhverfis- og framkvæmdanefnd lagði til á 89. fundi sínum að erindið fengi umfjöllun hjá þeim nefndum sveitarfélagsins sem að málið varðar. Nefndin óskaði eftir því að ábendingar bærust fyrir 15. maí, fyrir liggja umsagnir frá Ungmennaráði, Íþrótta- og tómstundanefnd og Atvinnu- og menningarnefnd.

  Eftirfarandi tillaga lög fram:
  Bæjarstjórn samþykkir að fresta málinu og óskar eftir umsögn náttúruverndarnefndar um málið.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd lá beiðni frá Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar um umsögn á Skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 - 2024.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við matslýsinguna.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá úr landi Ekkjufellssels undirrituð af Hilmari Gunnlaugssyni fyrir hönd Vök-Baths ehf.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur erindi frá Ástu Sigfúsdóttir og Kjartani Reynissyni þar sem óskað er eftir að sveitafélagið samþykki nafnið Leyningur á nýbýli þeirra Fossgerði lóð 4.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd lá erindi frá Þórunni Sigurðardóttir þar sem óskað er eftir að skipta út úr Skipalæk 1 land nr. 157023 landspildu (14,836 ha) og sameina hana Skipalæk 3 land nr.225834.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir bæjarstjórn erindið.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdnefnd lá erindi frá Kára Helgfell Jónassyni þar sem óskað er eftir skráningu á nýrri landeign í fasteignskrá.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið. Bent er á að stofnun lóðarinnar leysir landeiganda ekki undan kvöðum skipulagsins og breyta þarf deiliskipulagi ef hefja á framkvæmdir á lóðinni.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdnefnd lá erindi frá Steinþóri Guðna Stefánssyni f.h. Austurverks ehf. þar sem hann óskar eftir að fá keypta möl úr efnisnámu sveitafélagsins á Eyvindarárdal.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að efnisnáma á Eyvindarárdal verði rekinn af sveitafélaginu fram til áramóta. Skipulags- og byggingarfulltrúa og forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar verði falin umsjón með rekstri námunar.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá vegna malarnáms á Eyvindardal. Grús óunnin verði seld á kr. 168 kr./m³
  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


 • Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá Skipulags- og matslýsing fyrir tillögu að breyttu Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 -2028, að aflokinni kynningu. Ábendingar bárust frá Vegagerðinni og Landgræðslu ríkisins.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan verði unnin í samræmi við auglýsta lýsingu.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd lá byggingarleyfisumsókn vegna breytinga á húsnæðinu Ekkjufellssel fiskþurrkun (Herðir)

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur byggingarfulltrúa það til afgreiðslu.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tillaga að umhverfismarkmiðum vegna sorpurðunar í landi Tjarnarlands.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð umhverfismarkmið fyrir urðunarstaðinn að Tjarnarlandi.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir liggur tillaga að ráðningu fjallskilastjóra í Jökulsárhlíð.

  Eftirfarandi tillaga lög fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að ráða Benedikt Arnórsson sem fjallskilastjóra í Jökulsárhlíð.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.

5.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 262

1805016F

Til máls tók: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Á fundi fræðslunefndar kynntu fræðslustjóri og skólastjóri Tjarnarskógar undirbúning fyrir tímabundna viðbótardeild við leikskólann Tjarnarskóg, sem verður starfrækt næsta vetur vegna þeirrar ánægjulegu staðreyndar að óvenjulega mörg börn verða á leikskólum næsta vetur. Á þeirri deild verða yngstu börn leikskólans.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og fagnar því að lausn hafi fundist svo hægt sé að mæta fyrirliggjandi þörf á komandi hausti.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu. • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að unnið verði áfram með fyrirliggjandi tillögu að viðbyggingu við leikskólann Hádegishöfða og leggur áherslu á að tillagan verði kynnt fyrir starfsfólki og foreldrum. Jafnframt er óskað eftir að skoðuð verði hugsanleg áhrif frá spennistöðinni sem er við leikskólalóðina og fengnar upplýsingar um kostnað við að færa stöðina.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

6.Félagsmálanefnd - 164

1805019F

Fundargerðin lögð fram.

7.Íþrótta- og tómstundanefnd - 42

1805011F

Til máls tók: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Fyrir liggur tölvupóstur frá Árna Pálssyni vegna beiðni um styrk fyrir sumarnámskeiði félagsmiðstöðvarinnar Nýungar.

  Eftirfarandi tillaga lög fram:
  Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að tómstundanámskeið fyrir börn á aldrinum 10-12 ára, sem stýrt er af starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar Nýungar, verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 0689.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir liggur styrkbeiðni frá Svanhvíti Antonsdóttur fyrir dansnámskeiði.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að námskeiðið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 0689.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn samþykkir að vísa áherslum nefndarinnar til vinnu við lokafrágang fjárhagsáætlunar á komandi hausti.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og lýsir ánægju sinni með vandaða vinnu við æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið. Að tillögu íþrótta og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn æskulýðsstefnu Fljótsdalshéraðs.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn um styrk vegna Urriðavatnssunds 2018.

  Eftirfarandi tillaga lög fram:
  Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 0689.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 69

1805010F

Til máls tók: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • 8.2 201711032 Ungmennaþing 2018
  Bókun fundar Ályktun Ungmennaþings sem haldið var 12. apríl 2018 liggur fyrir fundinum.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram.
  Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir með ungmennaráði varðandi það að ungmennaþing sé nauðsynlegur vettvangur til að ná til ungs fólk í sveitarfélaginu. Bæjarstjórn styður það að ungmennaþing verði haldið 11. apríl 2019 og beinir því til grunnskóla sveitarfélagsins og Menntaskólans á Egilsstöðum að taka tillit til þess varðandi skipulagningu skólastarfs.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

9.Samþykktir ungmennaráðs.

201703054

Til máls tók. Stefán Bogi Sveinsson sem fagnaði nýrri samþykkt og að þar hefði öflugt ungmennaráð stýrt för.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir við aðra umræðu fyrirliggjandi samþykktir ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Aðgerðaráætlun gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni

201806025

Til máls tóku: Björn Ingimarsson sem kynnti málið og lagði fram drög að bókun og Stefán Bogi Sveinsson, sem fagnaði framlagðri áætlun og hvatti til kynningar á henni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi aðgerðaráætlun Fljótsdalshéraðs gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar /Vínland

201805004

Til máls tók. Gunnar Jónsson, sem lýsti stuðningi við tillöguna.

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki III að Vínlandi. Umsækjandi er Stísa ehf.

Fyrir liggur jákvæð umsögn Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 2. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 2. mgr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Umsögnin er veitt með fyrirvara um endanlega umsögn byggingarfulltrúa.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Forseti bæjarstjórnar fh. hönd bæjarstjórnar þakkaði fráfarandi bæjarfulltrúum fyrir gott og ánægjulegt samstarf á liðnu kjörtímabili og óskaði þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Fleiri bæjarfulltrúar þökkuðu einnig fyrir gott samstarf í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 18:45.