Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

424. fundur 16. apríl 2018 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Árni Kristinsson
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

201801001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál sem varða rekstur sveitarfélagsins.
Farið yfir heimildir til bæjarstjóra til að veita prókúru vegna frágangs samninga og fl.
Einnig kynnti bæjarstjóri fundarboð vegna heimsóknar ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs til Austurlands 23. - 25. apríl.

2.Fjárhagsáætlun 2019 - 2022

201804070

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti vinnu við gerð rammaáætlunar sem nú er í gangi. Einhverjar nefndir eru þegar búnar að skila sínum hugmyndum, en aðrar eru að vinna sínar tillögur. Hugmyndin er að bæjarstjórn geti afgreitt rammaáætlunina á síðari fundi sínum í maí.

3.Langtíma fjárfestingaráætlun

201803026

Farið yfir niðurstöður fræðslunefndar vegna áforma um viðbyggingu við leikskólann á Hádegishöfða.

4.Fundargerð 8. fundar stjórnar SSA 5. mars 2018

201804069

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerð Almannavarnanefndar Múlaþings 10.04.2018

201804047

Bæjarstóri sagði frá síðasta fundi Almannavarnanefndar og þeim málum sem þar voru rædd.
Bæjarráð styður fyrirhugaða sameiningu almannavarnanefnda á Austurlandi.

6.Fundargerð 48. fundar Brunavarna á Austurlandi 10.04.2018

201804048

Bæjarstjóri fór yfir málefni fundarins, bæði hvað varðar brunavarnir og sjúkraflutininga á svæðinu.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

7.Samstarf sveitarfélaga á Austurlandi

201802039

Fundargerð síðasta fundar starfshópsins lögð fram, en að öðru leyti er vísað til bókunar bæjarráðs frá síðasta fundi þess um málið.

8.Húsnæðisáætlun fyrir Fljótsdalshérað

201804049

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Fjótsdalshéraðs fyrir næstu 8 ár.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu hennar til næsta fundar.

9.Arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2018

201804051

Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga varðandi arðgreiðslu ársins 2017, sem nam kr. 6.157.560 kr. Frá þessari tölu dregst síðan 20% fjármagnstekjuskattur.

10.Örnefnaskráning

201804062

Lagt fram bréf frá Guðna Nikulássyni, varðandi örnefnaskráningu í sveitarfélaginu og nauðsyn þess að skrá og varðveita slík örnefni, meðan þau eru enn í minni manna.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til verkefnisstjóra umhverfismála til skoðunar og tillögugerðar. Óskað er eftir að tillögur liggi fyrir á fundi bæjarráðs 7. maí.
Klukkan 11:00 mættu Magnús Ásmundsson og Dagmar Stefánsdóttir frá Alcoa á fundinn til að ræða ýmis sameiginleg mál fyrirtækisins og sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 11:00.