Atvinnu- og menningarnefnd

58. fundur 06. nóvember 2017 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Vakin er athygli á því að fundurinn hefst kl. 17.00 með heimsókn í Safnahúsið og kynningu þar. Nefndarmenn eru beðnir um að mæta þar kl. 17.00.

1.Heimsókn í Safnahúsið

201711015

Fundurinn hófst á því að nefndarfulltrúar heimsóttu Safnahúsið á Egilsstöðum þar sem forstöðumenn safnanna þriggja í húsinu kynntu starfsemi og aðstöðu safnanna.

2.Heilsueflandi samfélag, tilmæli frá stýrihópi

201710106

Fyrir liggur frá stýrihópi Heilsueflandi samfélags á Fljótsdalshéraði bréf dagsett 28. september 2017, þar sem nefndir og ráð sveitarfélagsins eru minnt á að hafa sjónarmið heilsueflingar í sinni víðustu mynd í huga við gerð starfsáætlana.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar ábendinguna. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

3.17. júní hátíðahöld á Fljótsdalshéraði

201709076

Fyrir liggur samningur Fljótsdalshéraðs við Fimleikadeild Hattar um stjórnun og undirbúning 17. júní hátíðahalda, en samningurinn rann út á þessu ári.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 23. október 2017.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að gera drög að samningi við fimleikadeildina varðandi hátíðahöld á 17. júní og leggja fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga árið 2017

201711008

Fyrir liggur fundarboð á Aðalfund Héraðsskjalasafns Austfirðinga, sem haldinn verður fimmtudaginn 23. nóvember 2017 á Skriðuklaustri. Einnig liggur fyrir ársskýrsla og ársreikningur safnsins fyrir 2016 og fjárhagsáætlun fyrir 2018.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Óðinn Gunnar starfsmaður nefndarinnar verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Ormsteiti 2017

201702030

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 23. október 2017.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að myndaður verði starfshópur sem geri tillögu að breyttu fyrirkomulagi Ormsteitis. Leitað verði til eftirfarandi aðila um skipan fulltrúa í hópinn: Ungt Austurland, Þjónustsamfélagið á Héraði, ungmennaráð Fljótsdalshéraðs, Félag eldri borgara á Héraði. Einnig skipi hópinn Aðalheiður Björt Unnarsdóttir frá atvinnu- og menningarnefnd og starfsmaður verði Óðinn Gunnar Óðinsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Menningarstyrkir 2018

201711016

Samkvæmt reglum um úthlutun menningarstyrkja Fljótsdalshéraðs skulu verkefnastyrkir auglýstir til umsóknar fyrir 15. nóvember ár hvert.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að auglýsa menningarstyrki með umsóknarfresti til og með 15. desember.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.