Atvinnu- og menningarnefnd

93. fundur 10. október 2019 kl. 17:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Skúli Björnsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
  • Atli Vilhelm Hjartarson varamaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, nýr forstöðumaður

201910006

Á fundinn undir þessum lið mætti Ragnhildur Ásvaldsdóttir, nýr forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, sem kynnti sig og hugmyndir sínar um starf miðstöðvarinnar og svaraði spurningum nefndarmanna.

Atvinnu- og menningarnefnd býður Ragnhildi velkomna til starfa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ormsteiti til framtíðar

201811080

Fyrir liggur greinargerð frá Halldóri Warén um Ormsteiti 2019 og hugleiðingar um Ormsteiti 2020. Á fundinn undir þessum lið mætti Halldór Warén.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar Halldóri fyrir kynninguna og felur starfsmanni gera drög að samningi við hann um framkvæmd Ormsteitis 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Benedikt Warén vék af fundi við afgeiðslu málsins

3.Matarauður Austurlands

201910004

Fyrir liggur til kynningar tölvupóstur frá Halldóru Dröfn Hafþórsdóttur hjá Austurbrú, dagsettur 1. október 2019, þar sem kynnt er verkefnið Matarauður Austurlands.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar verkefninu og gerir sér væntingar um að það verði svæðinu til framdráttar.

Samþykkt samahljóða með handauppréttingu.

4.Minjasafn Austurlands, fundargerð stjórnar 5. september 2019

201909120

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands 5. september 2019. Einnig minnisblað um loftgæði í vinnurými safnsins.

5.Reglur um úthlutun menningarstyrkja

201909092

Fyrir liggja tillögur að breytingum á reglum um úthlutun menningarstyrkja og umsóknareyðublaði.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingar á reglum um úthlutun menningarstyrkja og umsóknareyðublaði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um styrk vegna verkefnisins Mæða

201909131

Fyrir liggur styrkumsókn frá Tónleikafélagi Austurlands vegna tónleika á Egilsstöðum í nóvember.

Atvinnu- og menningarnefnd telur sér ekki fært að veita styrk til verkefnisins að þessu sinni en hvetur umsækjanda til að sækja um vegna verkefnisins á næsta ári þegar auglýst verður eftir menningarstyrkjum núna í nóvember fyrir 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Aðstaða fyrir Leikfélag Fljótsdalshéraðs

201902006

Fyrir liggur minnisblað um Kornskálann.

Málinu frestað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:15.