Atvinnu- og menningarnefnd

84. fundur 11. mars 2019 kl. 17:00 - 18:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
  • Skúli Björnsson varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður að nýtt mál væri tekið á dagskrá fundarins. Það var samþykkt samhljóða. Málið er síðast á dagskrá.

1.Málefni upplýsingamiðstöðva

201604113

Fyrir liggur tölvupóstur frá Jónínu Brynjólfsdóttur, Austurbrú, þar sem fram koma upplýsingar um áform Ferðamálastofu varðandi fjármögnun til upplýsingamiðstöðva.


Atvinnu- og menningarnefnd telur brýnt að ríkið leggi fjármagn til þess að hægt sé að veita ferðamönnum upplýsingar um land allt í upplýsingamiðstöðvum, m.a. með öryggissjónarmið í huga. Nefndin vekur jafnframt athygli á því að sveitarfélagið rekur upplýsingamiðstöð, Egilsstaðastofu, og mun halda þeim rekstri áfram að óbreyttu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Matvælaframleiðsla á Héraði

201903028

Fyrir liggja gögn frá opnum fundi sem haldinn var 7. mars 2019 um matvælaframleiðslu á Héraði.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að boða hagsmunaaðila sem fyrst til fundar um matvælaframleiðslu í kjölfar opna fundarins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Frístunda- og ræktunarhverfi á Fljótsdalshéraði

201902110

Fyrir liggur tillaga, dagsett 22. febrúar 2019, frá Benedikt Warén, um verkefni sem miðar að skipulagningu á frístunda- og ræktunarhverfi á Valgerðarstöðum og við Urriðavatn.

Málið var á dagskrá síðasta fundar.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins verði gert ráð fyrir svæði fyrir afþreyingar- og ræktunarhverfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Menningarhátíð barna og ungmenna, Bras 2019

201903025

Fyrir liggja minnispunktar varðandi fyrirhugaða menningarhátíð barna og ungmenna.

Lagt fram til kynningar.

5.Beiðni um styrk vegna gerðar kvikmyndar frá Jökuldal

201903010

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 1. mars 2019, frá Gísla Sigurgeirssyni, þar sem óskað er eftir styrk til gerðar heimildamyndar um Jökuldal og Jökuldalsheiðina.

Atvinnu-og menningarnefnd telur sér ekki fært að verða við beiðninni að þessu sinni. Nefndin bendir á að næst verður auglýst eftir umsóknum um menningarstyrki í nóvember.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um verkefnastyrk eða styrk til almennar liststarfsemi

201902136

Fyrir liggur styrkumsókn frá Kór Egilsstaðakirkju vegna tónleika.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Kór Egilsstaðakirkju verði styrktur um kr. 100.000 vegna vortónleika, sem verði tekið af lið 0581.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Beiðni um styrk vegna snjóbrettamyndar

201903024

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 27. febrúar 2019, frá Ívari Pétri Kjartanssyni, með beiðni um styrk vegna gerðar snjóbretta- og heimildamyndar sem tekin verður upp á Austurlandi.

Atvinnu- og menningarnefnd telur sér ekki fært að verða við beiðninni að sinni en hvetur umsækjanda til að hafa samband við nefndina þegar verkefnið er lengra komið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fundargerð Héraðsskjalasafns Austfirðinga 20. febrúar 2019

201903035

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 20. febrúar 2019.

9.Beiðni um styrk vegna hreinsunar á orgeli Egilsstaðakirkju

201903046

Fyrir liggur styrkumsókn frá Tónlistarsjóði Egilsstaðakirkju vegna hreinsunar á orgeli kirkjunnar.

Atvinnu- og menningarnefnd telur sér ekki fært að styrkja verkefnið af liðum nefndarinnar. Nefndin leggur hins vegar áherslu á að bæði kirkja og orgelið eru mikið nýtt til æfinga og tónleikahalds og vísar málinu til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.