Heilsueflandi fréttir

Vel heppnuðu Unglingalandsmóti lokið

Eins og íbúar sveitarfélagsins hafa eflaust orðið varir við fór Unglingalandsmóti UMFÍ fram á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina í frábæru veðri. Var mótinu slitið með pompi og prakt og glæsilegri flugeldasýningu á sunnudagskvöld. Í tilkynningu frá UMFÍ kemur fram að mótið hafi tekist vel í alla staði. Keppendur og mótsgestir voru til fyrirmyndar, frábær stemning var hjá fjölskyldum á tjaldstæðum og voru götur bæjarins skínandi hreinar alla mótshelgina
Lesa

Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Landmótið er vímulaus fjölskylduhátíð sem haldin er í samstarfi við Ungmennafélag Íslands og Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands. Leitað er eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við mótið.
Lesa

Velheppnað sumarnámskeið að baki

Sumarnámskeið fyrir hressa krakka var haldið dagana 6-24. júní á vegum félagsmiðstöðvarinnar Nýungar. Námskeiðið gekk ljómandi vel, þrátt fyrir að veðurguðirnir hefðu mátt verið hópnum örlítið hliðhollari. Yfir þrjátíu krakkar tóku þátt í þessu námskeiðinu.
Lesa

Hreinn sæmdur heiðurskrossi Frjálsíþróttasambands Íslands

Á miðvikudaginn, þann 21. júní 2017, var opnuð í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum sýningin Strandamaðurinn sterki, um afreksmanninn og kúluvarparann Hrein Halldórsson. Við það tilefni var Hreinn sæmdur heiðurskrossi Frjálsíþróttasambands Íslands, en aðeins fimm einstaklingar fá að bera þá orðu á hverjum tíma.
Lesa

Samið um uppbyggingu íþróttamiðstöðvarinnar

Samningur á milli Fljótsdalshéraðs og Íþróttafélagsins Hattar um uppbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum var undirritaður 17. júní í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. Á sama stað fóru fram hátíðarhöld vegna Þjóðhátíðardagsins og strax að undirritun lokinni var boðið upp á fimleikasýningu fimleikadeildar Hattar.
Lesa

Aðgengi fatlaðra að sundlauginni bætt

Miðvikudaginn 14. júní var tekin í notkun lyfta sem mun stórbæta aðgengi fatlaðra að sundlaug, vaðlaug og heitum potti við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Lyftan er gjöf frá Soroptimistaklúbbi Austurlands.
Lesa

Fjölbreytt dagskrá á þjóðhátíðardaginn

Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur 17. júní í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum með fjölbreyttri dagskrá frá morgni og fram eftir degi. Þá verða 3 sýningar opnaðar í Sláturhúsinu en minnt er á að Íþróttamiðstöðin er lokuð allan daginn.
Lesa

Skógardagurinn mikli og samkeppni um trjálistaverk

Skógardagurinn mikli verður haldinn í 12. sinn í Hallormsstaðaskógi, laugardaginn 24. júní í sumar. Í ár stendur Félag skógarbænda á Austurlandi í samstarfi við Fljótsdalshérað fyrir samkeppni um listaverk úr trjáviði og hefur verið auglýst eftir þátttakendum í hana.
Lesa

Skáknámskeið fyrir unglinga á fimmtudag

Ungmennafélagið Þristur stendur fyrir skáknámskeiði fyrir unglinga 11 til 18 ára fimmtudagskvöldið 15. júní klukkan 20:00 í Nýung.
Lesa

Aðgengi fyrir fatlaða bætt

Á miðvikudaginn kemur, þann 14. júní klukkan 15:00, verður formlega tekin í notkun lyfta sem mun stórbæta aðgengi fatlaðra að sundlaug, vaðlaug og heitum potti við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum
Lesa