Heilsueflandi fréttir

SAFT netöryggisfræðsla fyrir foreldra nemenda í 6. og 7. bekk

Mánudaginn 8. október klukkan 9 verður foreldrum nemenda í 6. og 7. bekk grunnskóla á Fljótsdalshéraði boðið upp á netöryggisfræðslu. SAFT, vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi, heldur námskeiðið.
Lesa

Hvernig líður börnunum?

Mánudaginn 8. október klukkan 20:00 býður Fljótsdalshérað foreldrum í sveitarfélaginu upp á kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar Hagir og líðan sem rannsóknarmiðstöðin Rannsóknir og greining leggja fyrir 8.-10. bekkinga á Íslandi á hverju ári. Unglingar eru hvattir til að mæta með foreldrum sínum.
Lesa

Nýr ærslabelgur – afmælisgjöf Brúarásskóla

Í byrjun september 2018 var settur upp nýr ærslabelgur við Brúarásskóla. Tilefnið er 40 ára afmæli skólans. Belgurinn er liður í aukinni heilsueflingu á Ásnum og er tilgangur hans meðal annars að hvetja til útiveru og hreyfingar.
Lesa

Göngum í skólann

Lýðheilsuverkefnið Göngum í skólann er árvisst verkefni sem skólar víðs vegar um heiminn taka þátt í. Megin markmið verkefnsins er að hvetja börn og unglinga til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Til viðbótar er reynt að stuðla að vitundarvakningu fyrir virkum ferðamáta og umhverfismálum og því hversu auðvelt er að ferðast um gangandi í nærumhverfinu.
Lesa

Æskulýðsstefna Fljótsdalshéraðs

Snemma sumars samþykkti bæjarstjórn nýja æskulýðsstefnu sveitarfélagsins sem hafði verið í vinnslu í eitt ár. Æskulýðsstefnan leggur áherslu á að börn og ungmenni búi við góða líkamlega og andlega heilsu og hagsmunir þeirra séu hvarvetna í fyrirrúmi.
Lesa

Breyttur útivistartími 1. september

Minnt er á að útivistartími barna og unglinga breytist 1. september. Í barnaverndarlögum segir að börn, 12 ára og yngri, megi ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. Einnig að börn á aldrinum 13 til 16 ára, skuli ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22:00, séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
Lesa

Ókeypis heilsufarsmælingar á Austurlandi

Vikuna 12. – 17. ágúst verður íbúum á Austurlandi boðið upp á heilsufarsmælingar á vegum SÍBS Líf og heilsu. Á Fljótsdalshéraði verða heilsufarsmælingar á Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum frá klukkan 9:00 til 15:00 fimmtudaginn 16. ágúst. Ekki þarf að panta tíma, eingöngu mæta í Heilsugæslustöðina og taka númer.
Lesa

Sumaráætlun strætó í gildi frá 4. júní

Sumaráætlun almenningssamgangna á Fljótsdalshéraði tekur gildi mánudaginn 4. júní. Það er eins og áður fyrirtækið Sæti ehf. sem sér um ferðirnar.
Lesa

Síðustu dagar Hreyfiviku 2018

Nóg að gera um helgina á Hreyfiviku: Rathlaup í Selskógi, frísbígolfstuð í Tjarnargarðinum, WOD og FIT í CrossFit Austur, Partíspinning og sundleikfimi í Íþróttahúsinu og Ferðafélagið fer í Húsey á laugardag og Skálanes á sunnudag.
Lesa

Hreyfivika fer vel af stað

Vel var mætt í fjölskyldugöngu upp að Fardagafossi mánudagskvöldið 28. maí, en það var Ungmennafélagið Þristur sem stóð fyrir þeim viðburði.
Lesa