Heilsueflandi fréttir

Milljarður rís 2019

Sýnum samstöðu með þolendum kynbundins ofbeldis! Dansbyltingin Milljarður rís fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum þann 14. febrúar klukkan 12:15-13.00. Þetta er í sjöunda sinn sem viðburðurinn er haldinn hér á landi og fólk kemur saman og dansar fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi.
Lesa

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

lþjóðlegi netöryggisdagurinn 2019 er í dag, 6. febrúar 2019, en það er SAFT, vakningarverkefni Heimilis og skóla um jákvæða og örugga netnotkun sem hefur haft veg og vanda af dagskrá netöryggisdagsins síðustu ár.
Lesa

Tannverndarvika 4.-8. febrúar 2019

Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku 4.-8. febrúar 2019 með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni og skráningu hjá heimilistannlækni. Sérstök áhersla tannverndarvikunnar í ár verður lögð á tannheilsu fólks með geðraskanir.
Lesa

Lífshlaupið 2019 hefst 6. febrúar

Dagana 6. – 25. febrúar 2019 fer fram vinnustaðakeppni Lífshlaupsins, en í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni hreyfingu og auka hana eins og kostur er.
Lesa

Hreinn Halldórsson kominn í Heiðurshöll ÍSÍ

Þann 29. desember á síðasta ári var Hreinn Halldórsson útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ. Þetta var gert í hófi Íþróttamanns ársins og er Hreinn átjándi einstaklingurinn sem ÍSÍ útnefnir í höllina. Fljótsdalshérað óskar Hreini til hamingju með þennan heiður.
Lesa

Íþróttamiðstöðin yfir jól og áramót

Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum verður opin yfir jól og áramót sem hér segir: Þorláksmessa 23. desember, opið Aðfangadagur 24. desember, lokað
Lesa

Yfirlýsing vegna notkunar á ólöglegum frammistöðubætandi efnum

Héraðsþrek og CrossFit Austur skrifa undir yfirlýsingu þar sem notkun stera og annarra ólöglegra frammistöðubætandi efna er fordæmd. Í vikunni var send út yfirlýsing þar sem hópur fyrirtækja í heilsu- og líkamsræktarstarfsemi þar sem notkun frammistöðubætandi efna er fordæmd. Vilja Héraðsþrek og CrossFit Austur, með því að kvitta undir yfirlýsinguna, gefa þau skýru skilaboð að notkun stera og annarra ólöglegra efna sé ekki það sem heilsurækt og heilsuefling á Fljótsdalshéraði stendur fyrir.
Lesa

Samvera um jól og áramót

SAMAN-hópurinn hvetur foreldra og forráðafólk til að njóta samvista með börnum sínum í desember. Nú þegar undirbúningur jólahátíðarinnar er hafinn minna fulltrúar SAMAN-hópsins á að samvera með fjölskyldunni er mikilvægasta forvörnin.
Lesa

Símalaus sunnudagur

Sunnudaginn 4. nóvember stendur Barnaheill að átakinu Símalaus sunnudagur, en því er ætlað að vekja okkur öll til umhugsunar um áhrif símanotkunar á samskipti innan fjölskyldunnar.
Lesa

Sjáumst í myrkrinu!

Nú þegar farið er að dimma á kvöldin er bráðnauðsynlegt að huga að endurskinsmerkjum. Í myrkri sjást gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða.
Lesa