Lífshlaupið - kynning á hreyfitengdri þjónustu á Héraði

   Nú er Lífshlaupið komið á fullt og vonandi sem flestir á Fljótsdalshéraði sem taka virkan þátt í því skemmtilega verkefni. Hægt er að skoða allt varðandi fyrirkomulag og annað slíkt á heimasíðu Lífshlaupsins, lifshlaupid.is.

Í tilefni Lífshlaupsins ætla Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum, Skíðafélagið í Stafdal og CrossFit Austur að bjóða íbúum Fljótsdalshéraðs að kynna sér hvað Héraðsþrek og sundlaugin, skíðasvæðið í Stafdal og CrossFit Austur hafa upp á að bjóða, en einn dag í næstu viku verður ókeypis aðgangur á hvern stað.

Verður hægt að fara og lyfta lóðum í Héraðsþrek og fara í sund á eftir fimmtudaginn 8. febrúar, skella sér á skíði föstudaginn 9. febrúar og henda sér í WOD hjá CrossFit Austur laugardaginn 10. febrúar.

Það er óhætt að hvetja íbúa á Héraði til þess að nýta sér þetta frábæra Lífshlaupstilboð og kynna sér starfsemina á hverjum stað.

Gjaldfrjáls aðgangur sem hér segir:

8. febrúar - Héraðsþrek og sundlaug

9. febrúar - Skíðasvæðið í Stafdal

10. febrúar - CrossFit Austur