Fara í efni

Tilkynning frá HEF veitum

24.04.2024 Tilkynningar Seyðisfjörður

Mengun barst inn í neysluvatnskerfið á Seyðisfirði.
Talið er að mengunin sé bundin við Strandarveg. Að tilmælum Heilbrigðiseftirlitsins skulu íbúar og eigendur atvinnuhúsnæðis á Strandarvegi sjóða allt neysluvatn þar til staðfest hefur verið að mengun sé ekki lengur í vatninu. Einnig er mælt með að eigendur húsnæðis við Strandarveg láti vatn renna til að skola úr lögnum. Unnið er að því að staðfesta að mengun hafi ekki borist víðar í neysluvatnskerfið. Íbúar beðnir um að vera á varðbergi ef þeir finni lykt af neysluvatni og tilkynna það þá til HEF veitna.

Tilkynning frá HEF veitum
Getum við bætt efni þessarar síðu?