Fara í efni

Framhaldsnám

Framhaldsnám í sveitarfélaginu er metnaðarfullt og fjölbreytt og er ætlað að mæta þörfum nemanda fyrir vandað nám til undirbúnings fyrir háskólanám og atvinnulíf.

Menntaskólinn á Egilsstöðum

Menntaskólinn á Egilsstöðum býður upp á fjölbreytt nám á framhaldsskóla-, starfs-, lista- og bóknámsbrautum til stúdentsprófs eftir áfanga- og fjölbrautakerfi. Einnig er boðið upp á nám við listnámsbraut. Við skólann er heimavist og glæsilegt mötuneyti sem hefur verið rekið við góðan orðstír um árabil.

v/Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Sími: 471-2500
Netfang: skrifstofa@me.is
Heimasíða Menntaskólans á Egilsstöðum

Hallormsstaðaskóli

Hallormsstaðaskóli býður upp á metnaðarfullt nám í sjálfbærni og sköpun með áherslu á hráefni úr nærumhverfinu á sviði matarfræði og textíls. Skólinn á 90 ára sögu og er staðsettur í Hallormsstaðaskógi. Skólinn er 27 km frá Egilsstöðum þar sem hægt er að sækja alla þjónustu.

Hallormsstað
701 Egilsstaðir
Sími: 471 1761
Netfang: hskolinn@hskolinn.is
Heimasíða Hallormsstaðaskóla

LungA lýðskóli

LungA skólinn er alþjóðlegur lýðskóli á Seyðisfirði sem stofnaður var árið 2013. Nemendur skólans eru allstaðar að úr heiminum og á ýmsum aldri. Skólinn leggur helst áherslu á sjálfskoðun í gegnum listir og skapandi vinnu. Hópurinn hverju sinni fer í náið sameiginlegt ferðalag þar sem nemendur búa saman, elda saman, fagna saman og læra saman.

Á hverju vori og hausti hefst nýtt 12 vikna ævintýri þar sem hverjum og einum gefst tækifæri til þess að kafa ofan í hina ýmsu listmiðla og gera tilraunir undir leiðsögn valinkunnra listamanna sem koma ferskir úr listaheiminum til kennslu. Í LungA skólanum gefst nemendum einnig tækifæri til þess að kynnast nýju fólki, þar á meðal sjálfum þér.

Allar smiðjurnar eru leiddar af starfandi listamönnum sem skapa rammana og kynna nemendur fyrir listinni í gegnum þeirra eigin vinnuaðferðir og hugmyndir.

LungA skólinn
Austurvegur 4
Sími : 547 5477
Netfang school@lunga.is
Vefsíða LungA skólans

Austurbrú

Fræðslusvið Austurbrúar er ætlað að mæta símenntunarþörf íbúa Austurlands og veita góða aðstöðu og utanumhald fyrir háskólanema til náms.
Starfsstöðvar Austurbrúar eru á Egilsstöðum, Djúpavogi, Seyðisfirði, Neskaupstað, Reyðarfirði og Vopnafirði.

Nánari upplýsingar um möguleika til háskólanáms og símenntunar í sveitarfélaginu má nálgast hjá Austurbrú.

Síðast uppfært 02. ágúst 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?