Fara í efni

Stóri plokkdagurinn verður haldinn um allt land á sunnudaginn

22.04.2024 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Stóri plokkdagurinn verður haldinn með pompi og prakt um allt land sunnudaginn 28. apríl næstkomandi.
Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með aðstoð og atfylgi góðra bakhjarla.

HVAÐ ÞARF ÉG?

• Glæra plastpoka - ágætt er að hafa tvo poka, setja plastið í einn og allt annað í hinn.
• Snæri eða bensli til að loka plastpokunum svo ekkert fjúki úr þeim þegar búið er að fylla þá.
• Plokktangir eru ágætar, ekki nauðsynlegar. Því ódýrari, því betri því þær sem eru dýrari eru efnismeiri og þá þyngri. Þær fást í Húsasmiðjunni og hjá Íslenska Gámafélaginu. Á vorin og í kringum Stóra Plokkdaginn eru þær líka oft til sölu hjá Krónunni, Bónus og Nettó.

HVERNIG ERUM VIÐ ÚTBÚIN?

• Klæðum okkur eftir aðstæðum. Hanskar eru ákjósanlegir. Öryggisvesti eru ákjósanleg en skilda ef við erum að plokka meðfram vegum eða við götur.

Stóri plokkdagurinn verður haldinn um allt land á sunnudaginn
Getum við bætt efni þessarar síðu?