Fara í efni

Opinn viðtalstími með yfirmanni réttindagæslu fatlaðs fólks

27.02.2024 Fréttir

Hulda Gísladóttir mannauðsstjóri félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og tímabundinn yfirmaður réttindagæslunnar verður með opinn viðtalsíma föstudaginn 1. mars klukkkan 9:00-14:00 á skrifstofu sveitarfélagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum.

Hlutverk réttindagæslunnar er að veita fötluðu fólki viðeigandi stuðning við gæslu réttinda sinna og tryggja að það njóti viðurkenningar sem persónur fyrir lögum.

Stuðningurinn getur falist í:

  • Aðstoð við að sækja rétt sinn
  • Aðstoð við að fá persónulegan talsmann

Viðtöl eru ekki bókuð fyrir fram en hægt verður að hringja á skrifstofuna í síma 4 700 700 samdægurs og athuga hver biðtíminn er. Þau sem koma langt að eru sérstaklega hvött til að hafa samband áður en lagt er af stað.  

Opinn viðtalstími með yfirmanni réttindagæslu fatlaðs fólks
Getum við bætt efni þessarar síðu?