Fara í efni

Innsent erindi, Veðurstöð í Eyvindardal

Málsnúmer 202404143

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 114. fundur - 22.04.2024

Að beiðni fulltrúa í ráðinu (BVW) er tekin til umræðu hugmynd um uppsetningu veðurstöðvar í Eyvindardal.

Fulltrúi M-listans (BVW) leggur fram eftirfarandi tillögu:
Fundur í Umhverfis- og framkvæmdaráði samþykkir að beina því til Vegagerðarinnar að setja upp, eins fljótt og við verður komið, síritandi veðurstöð innst í Eyvindardal til að safna veðurgögnum til samanburðar við samtíma veðurgögn af Fagradal. Verkefnið er til þess fallið að kanna fýsileik þess að byggja göng undir Eskifjarðarheiði með það að markmiði að stytta leiðir og bæta öryggi vegfarenda, minnka kolefnasporið og ekki síst vegna þeirra er þurfa að nýta þjónustu HSA í Neskaupstað.

Felld með 4 atkvæðum, 1 samþykkir (ÁHB) og 2 sitja hjá (ÞB og HSÞ).
Getum við bætt efni þessarar síðu?