Fara í efni

Innsent erindi, yfirlögn og lagfæring í Brattahlíð

Málsnúmer 202404101

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 114. fundur - 22.04.2024

Fyrir liggur erindi frá Þorvaldi Jóhannssyni, íbúa við Brattahlíð 10 á Seyðisfirði, dags. 15. apríl 2024, þar sem óskað er eftir endurbótum á yfirborði götu við Brattahlíð.
Málsaðili hefur áður sent inn samskonar erindi sem ráðið tók afstöðu til á fundum sínum 3. júlí og 18. desember 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið en miðað við forgangsáætlun í gatnagerð á Seyðisfirði verður ekki unnið við Brattahlíð í ár.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 46. fundur - 02.05.2024

Fyrir liggur innsent erindi dags. 14.apríl sl. frá Þorvaldi Jóhannssyni þar sem óskað er eftir að farið verði í yfirlögn og lagfæringu á götu Brattahlíð Seyðisfirði.

Málið hefur hlotið umfjöllun á 114. fundi umhverfis- og framkvæmdaráði þann 22. apríl síðastliðinn þar sem bent var á að samkvæmt forgangsáætlun í gatnagerð á Seyðisfirði verður ekki unnið við Brattahlíð í ár.

Við upphaf þessara liðar vék IÞ af fundi við umræður og afgreiðslu þessa máls vegna tengsla við málsaðila.

Heimastjórn þakkar fyrir erindið en í ljósi þess að málið hefur hlotið afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs er það lagt fram til kynningar. Heimastjórn bendir á að umrætt verkefni er og hefur verið á verkefnalista heimastjórnar. Sá verkefnalisti er hugsaður sem áhersluverkefni við gerð framkvæmdaáætlunar.

Lagt fram til kynningar
Getum við bætt efni þessarar síðu?